Fara beint í efnið

5. desember 2024

Eingreiðslan greidd í dag - 5 desember 2024

Alls munu 28.715 einstaklingar fá eingreiðslu síðdegis í dag þegar Tryggingastofnun afgreiðir eingreiðslu til ellilífeyris, örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega.

TRY-Teikning-Gjallarhorn

Alþingi samþykkti frumvarp þess efnis og hefur allt kapp verið lagt á það hjá TR að greiðslan berist svo fljótt sem auðið er.

Eingreiðsluna fá þau sem eiga rétt á greiðslu örorku- eða endurhæfingarlífeyris á árinu 2024 og er hún 70.364 krónur. Og þeir ellilífeyrisþegar sem eru með 25 þúsund krónur eða minna í tekjur frá öðrum en TR á mánuði og er upphæðin einnig 70.364 krónur. Hafi lífeyrisþegi fengið greitt hluta úr ári er eingreiðslan í hlutfalli við greiðsluréttindi viðkomandi á árinu.

Eingreiðsla örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega telst ekki til skattskyldra tekna og leiðir ekki til skerðingar annarra greiðslna.

Réttur ellilífeyrisþega til eingreiðslunnar verður endurskoðaður þegar endanlegar upplýsingar um tekjur ársins liggja fyrir við árlegt uppgjör sem mun almennt fara fram í maí 2025.