Fara beint í efnið

19. desember 2024

Breytingar á stuðlum vegna frestunar eða flýtingar á töku ellilífeyris

Frá 1. janúar 2025 breytast stuðlar sem byggja á tryggingafræðilegum útreikningi vegna sveigjanlegrar töku ellilífeyris og heimilisuppbótar.

Tryggingastofnun - hausmynd

Stuðlarnir hafa eingöngu verið breytilegir eftir aldri lífeyrisþega, en eftir 1. janúar nk. verða þeir breytilegir eftir fæðingarári og aldri í samræmi við nýjar forsendur um lífslíkur. 

Þegar töku ellilífeyris er frestað, hækkar fjárhæð ellilífeyris, eftir að greiðslur hafa verið reiknaðar út, hlutfallslega til frambúðar, byggt á þessum tryggingafræðilega grunni og er reiknað frá ellilífeyrisaldri fram til þess tíma er taka lífeyris hefst. Sjá reglugerð og töflu hér.

Það getur verið gagnlegt fyrir einstaklinga sem eru að huga að töku ellilífeyris að skoða hvaða áhrif það hefur á upphæð ellilífeyris að fresta töku hans.   

Það er einnig möguleiki að flýta töku ellilífeyris og hefja töku hans 65 ára í stað 67 ára og þá lækkar fjárhæð ellilífeyris hlutfallslega til frambúðar. Þessi lækkun byggir sömuleiðis á tryggingafræðilega útreikningnum.