Fara beint í efnið

Hjúkrunarheimili

Það getur komið að þeim tímapunkti í lífi fólks að það þurfi meiri aðstoð en hægt er að veita í heimahúsi. Áður en óskað er eftir dvöl á hjúkrunarheimili þurfa öll önnur úrræði að vera fullreynd.

Eftir að umsókn um færni og heilsumat er skilað til færni og heilsumatsnefndar er umsóknin tekinn fyrir á fundi nefndarinnar. Færni og heilsufarsnefnd kallar eftir hjúkrunarbréfi, læknabréfi og félagsráðgjafabréfi áður en umsókn er lögð fyrir fund. Skriflegt svar frá nefnd berst í tölvupósti ef netfang hefur verið skráð á umsókn. Svar berst annars í bréfpósti á heimilisfang aðstandenda sem gefið er upp við útfyllingu umsóknar.

Á hjúkrunarheimilum er veitt sólarhrings hjúkrunarþjónusta. Einnig er boðið upp á læknisþjónustu, sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Upplýsingar um starfsemi hjúkrunarheimila veita heimilin sjálf.

Til þess að eiga kost á dvöl á hjúkrunarheimili þarf að sækja um færni- og heilsumat.

Val á hjúkrunarheimili

  • Hjúkrunarheimilin veita sjálf upplýsingar um starfsemi sína og aðbúnað heimilisfólks.

  • Fagfólk í heilbrigðisþjónustu getur veitt ráðgjöf um heimili sem völ er á og helst koma til greina í tilviki hvers og eins.

  • Ráðlagt er að fara í heimsókn og skoða þau heimili sem áhugi er á og hafa þá í huga hvar viðkomandi einstaklingi mun líða best.

Listi yfir öll hjúkrunarheimili í landinu

Hvað er tekið með?

Ekki er mögulegt að taka mikið af húsgögnum með þegar flutt er á hjúkrunarheimili. Sjónvarp og einhvers konar spilara fyrir tónlist eða bækur kemur sér vel og mikilvægt að taka með persónulega muni eins og ljósmyndir.

Þá getur verið sniðugt að skrifa niður "Lífssögu" viðkomandi. Hún ýtir undir að spjallað sé um það sem viðkomandi man og þekkir og kemur vonandi í veg fyrir að endalaust sé verið að bjóða heimilismanni mat eða drykk sem honum líkar alls ekki. Dæmi um "Lífssögu" er að finna á vef Alzheimer samtakanna og á vef öldrunardeildar Akureyrar

Vert að skoða

Lög og reglugerðir