Skráningareglur ökutækja
Þjónustuaðili:
Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.
Landskerfi og vefþjónustur
Samskipti við Samgöngustofu varðandi aðgerðir í ökutækjaskrá eru margar á skeytaformi. Mótaðilar Samgöngustofu hafa sín kerfi sem eiga samskipti við kerfi Samgöngustofu á þessu formi.
Efni kaflans
Vefþjónustur
Stefna Samgöngustofu er að sem flestar þjónustur, helst allar, verði stafrænar og samskipti milli kerfa mótaðila Samgöngstofu og Samgöngustofu sjálfrar verði í formi vefþjónusta. Mótaðilar Samgöngustofu hafi því yfir að ráða eigin kerfum sem tala við Samgöngustofu í formi skeyti í stað þess að mótaðilar vinni beint í kerfum Samgöngustofu.
Yfirlit yfir vefþjónustur
Eftirfarandi vefþjónustur standa mótaðilum til boða (sem hafa umboðssamning við Samgöngustofu þar um) til að sækja upplýsingar og senda til Samgöngstofu.
Uppfletting ökutækja og ferilupplýsingar.
Tilkynning um nýskráningu ökutækis.
Tilkynning um skráningu ökutækis í og úr umferð (bæði innlögn merkja og með miða).
Tilkynning um pöntun skráningarmerkja.
Tilkynning um afhendingu skráningarmerkja (ný/önnur skráningarmerki sett á ökutæki).
Tilkynning um opinbera skoðun ökutækis.
Umsókn um forskráningu á grundvelli eCoC vottorðs.
Tilkynning um ísetningu hraðatakmarkara og ökurita.
Tilkynning um afskráningu ökutækis til úrvinnslu.
Tilkynning um eigendaskipti að ökutæki og skráning umráðanda.
Skráning á stöðu akstursmælis (km-staða).