Skráningareglur ökutækja
Þjónustuaðili:
Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.
Landskerfi og vefþjónustur
Samskipti við Samgöngustofu varðandi aðgerðir í ökutækjaskrá eru margar á skeytaformi. Mótaðilar Samgöngustofu hafa sín kerfi sem eiga samskipti við kerfi Samgöngustofu á þessu formi.
Landskerfin
Þetta eru upplýsingar sem aðilar með samning um skráningarstarfsemi geta fengið úr ökutækjaskrá til að nýta í þeirri starfsemi sinni. Upplýsingarnar eru sóttar í aðrar opinberar skrár.
Frá tryggingafélögum
Ökutækjaskrá sækir upplýsingar um nafn tryggingafélags og stöðu tryggingar.
Tryggingafélag (kóði)
Staða tryggingar (Í lagi / Ótryggt)
Frá Skattinum (álestrarkerfinu):
Ökutækjaskrá sækir upplýsingar um álestra og stöðu ökumælis.
Skattflokkur (kóði)
Álestursdagur (dags)
Álestursstaða ökumælis (km)
Frá Skattinum (tollakerfinu):
Ökutækjaskrá sækir upplýsingar um tollafgreiðslu.
Tollafgreitt (Já/Nei)
Tollafgreiðsludagur (dags)
Frá tekjubókhaldskerfi ríkisins
Ökutækjaskrá sækir upplýsingar um álögð opinber gjöld.
Álagt bifreiðagjald (kr)
Álagður þungaskattur (kr)
Álagt vörugjald (kr)
Frá þinglýsingakerfi sýslumanna
Ökutækjaskrá sækir upplýsingar um það hvort veðbönd hvíla á ökutæki.
Þinglýst veð (Já/Nei)
Úr slysaskrá Samgöngustofu
Ökutækjaskrá sækir upplýsingar um það hvort skráð hafa verið slys á ökutæki í slysaskrá.
Upplýsingar um slys í ferli (færslur)