Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. október 2025 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Landskerfi og vefþjónustur

    Samskipti við Samgöngustofu varðandi aðgerðir í ökutækjaskrá eru margar á skeytaformi. Mótaðilar Samgöngustofu hafa sín kerfi sem eiga samskipti við kerfi Samgöngustofu á þessu formi.

    Landskerfin

    Þetta eru upplýsingar sem aðilar með samning um skráningarstarfsemi geta fengið úr ökutækjaskrá til að nýta í þeirri starfsemi sinni. Upplýsingarnar eru sóttar í aðrar opinberar skrár.

    Frá tryggingafélögum

    Ökutækjaskrá sækir upplýsingar um nafn tryggingafélags og stöðu tryggingar.

    • Tryggingafélag (kóði)

    • Staða tryggingar (Í lagi / Ótryggt)

    Frá Skattinum (álestrarkerfinu):

    Ökutækjaskrá sækir upplýsingar um álestra og stöðu ökumælis.

    • Skattflokkur (kóði)

    • Álestursdagur (dags)

    • Álestursstaða ökumælis (km)

    Frá Skattinum (tollakerfinu):

    Ökutækjaskrá sækir upplýsingar um tollafgreiðslu.

    • Tollafgreitt (Já/Nei)

    • Tollafgreiðsludagur (dags)

    Frá tekjubókhaldskerfi ríkisins

    Ökutækjaskrá sækir upplýsingar um álögð opinber gjöld.

    • Álagt bifreiðagjald (kr)

    • Álagður þungaskattur (kr)

    • Álagt vörugjald (kr)

    Frá þinglýsingakerfi sýslumanna

    Ökutækjaskrá sækir upplýsingar um það hvort veðbönd hvíla á ökutæki.

    • Þinglýst veð (Já/Nei)

    Úr slysaskrá Samgöngustofu

    Ökutækjaskrá sækir upplýsingar um það hvort skráð hafa verið slys á ökutæki í slysaskrá.

    • Upplýsingar um slys í ferli (færslur)