Fara beint í efnið

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

15. desember 2024 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Forskráningar og upphafsviðurkenningar

    Forskráning ökutækis í ökutækjaskrá byggir á viðurkenningu þess til markaðssetningar á Íslandi. Framleiðendur og umboð gegna þar hlutverki og geta þau fengið viðurkennda fulltrúa í samskiptum við Samgöngustofu.

    Fulltrúi umboðs/framleiðanda er aðili sem ábyrgist innflytjanda/framleiðanda gagnvart Samgöngustofu varðandi gerðarviður­kenn­ingu og skráningu ökutækja. Fulltrúi öðlast viðurkenningu og hefur bæði ábyrgð og skyldur.

    Efni kaflans

    Þjóðargerðarviðurkenning á aðskilinni tæknieiningu

    Samgöngustofa má gefa út þjóðargerðarviðurkenningu á gerðum aðskilinna tæknieininga af ýmsu tagi, t.d. tengibúnaði. Tæknieiningin þarf að vera raðsmíðuð og hafa tæknieiginleika sem ráða útfærslu hennar.

    Þjóðargerðarviðurkenningu má veita nýjum, raðsmíðuðum tengibúnaði fyrir bifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna.

    Umsókn um nýja gerð tengibúnaðar

    Fulltrúi C hefur heimild til að sækja um nýja þjóðargerðarviðurkenningu tengibúnaðar fyrir hönd umboðs (US.402). Viðurkenningin er gefin út fyrir tiltekna útfærslu tengibúnaðar og tilteknar útfærslur bifreiða sem hann passar við.

    Framvísa skal eftirfarandi upplýsingum frá framleiðanda tengibúnaðar:

    • mynd (merki eða ljósrit) af merki tengibúnaðar,

    • teikningu af tengibúnaði,

    • mestu leyfðu heildarþyngd eftirvagns/tengitækis.

    Framvísa skal eftirfarandi upplýsingum frá framleiðanda bifreiðar:

    • staðsetning og festur tengibúnaðar við bifreið (nægir þó að þessar upplýsingar komi fram frá framleiðanda tengibúnaðarins),

    • mesta leyfða heildarþyngd eftirvagns,

    • heimiluð þyngd á tengibúnað í lóðrétta og lárétta stefnu.

    Við yfirferð umsóknar metur Samgöngustofa hvort færa skuli bifreið til sérstakrar skoðunar með þeirri gerð tengibúnaðar sem sótt er um gerðarviðurkenningu fyrir. Í þeim tilvikum er faggiltri skoðunarstofu heimilt að taka út tengibúnaðinn og gefa út vottorð (US.407).

    Staðfestingar, vottorð og önnur gögn frá framleiðendum skal fulltrúi undirrita og stimpla með nafni umsækjanda. Þau þurfa ekki að vera í frumriti.

    Heimilt er að samþykkja þjóðargerðarviðurkenningu frá öðru aðildarríki EES sem íslenska gerðarviðurkenningu, ef gerðarviðurkenningin er framkvæmd á fullnægjandi hátt að mati Samgöngustofu.

    Ástæður þess að stofna þarf nýja gerð tengibúnaðar

    Stofna þarf nýja gerð fyrir tengibúnað þegar einhverjar breytingar verða á þeim útfærslum sem innifaldar eru í fyrri viðurkenningum (ekki er boðið upp á stofnun viðbóta við fyrri gerðarviðurkenningu). Þetta meðal annars verið:

    • Nýjar gerðir bifreiða fyrir sama tengibúnað

    • Ný afbrigði af tengibúnaðinum

    Afar áríðandi er að umboð láti stofna fyrir sig nýja gerð þegar einhverjar breytingar hafa átt sér stað. Uppgötvist það að forskráning eða nýskráning hafi verið framkvæmd á rangri gerð tengibúnaðar gæti þurft að aftukalla skráningu hans eða krefjast sérstakrar úttektar skoðunarstofu á tengibúnaðinum.

    Eignarhald gerðar

    Stofnun Ekjugerðar á grundvelli íslenskrar þjóðagerðarviðurkenningar á aðskilinni tæknieiningu veitir umboðinu einkarétt á afnotum af henni.

    Gjaldtaka

    • Fyrir stofnun á nýrri gerð fyrir tengibúnað greiðir umboð 23.377 krónur.

    Tölvuvinnsla

    Umboð senda beiðni um stofnun nýrrar gerðar á pappírsformi.