Fara beint í efnið

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. ágúst 2024 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Forskráningar og upphafsviðurkenningar

    Forskráning ökutækis í ökutækjaskrá byggir á viðurkenningu þess til markaðssetningar á Íslandi. Framleiðendur og umboð gegna þar hlutverki og geta þau fengið viðurkennda fulltrúa í samskiptum við Samgöngustofu.

    Fulltrúi umboðs/framleiðanda er aðili sem ábyrgist innflytjanda/framleiðanda gagnvart Samgöngustofu varðandi gerðarviður­kenn­ingu og skráningu ökutækja. Fulltrúi öðlast viðurkenningu og hefur bæði ábyrgð og skyldur.

    Efni kaflans

    Forskráning ökutækis

    Fulltrúi A hefur heimild til að sækja um forskráningu gerðarviðurkennds ökutækis og öðlast svo heimild til að nýskrá ökutækið að lokinni fulltrúaskoðun, að uppfylltum öllum skilyrðum.

    Forskráning ökutækis byggir alltaf á gerð (Ekjugerð) sem umboð hefur sótt um og fengið samþykkta. Eigi að forskrá ökutæki sem er af nýrri útfærslu þá verður umboðið að sækja um nýja Ekjugerð til Samgöngustofu.

    Umsókn fulltrúa um forskráningu ökutækis

    Þegar fulltrúi A sækir um forskráningu á ökutæki þá þarf hann að tiltaka þá Ekjugerð sem ökutækið tilheyrir. Þrjár aðferðir eru notaðar við umsókn um forskráningu:

    • Rafræn umsókn með pappírs CoC vottorði: Umboð með samning um skeytaþjónustu sendir umsókn um forskráningu með skeyti til Samgöngustofu. Þessi leið er notuð fyrir heildargerðarviðurkennd ökutæki. Í umsókn er verksmiðjunúmer ökutækisins tilgreint ásamt Ekjugerðarnúmeri og afriti CoC vottorðs (ásamt fleiru). Frumriti CoC vottorða er svo komið til Samgöngustofu innan 5 virkra daga.

    • Rafræn umsókn með eCoC vottorði: Umboð með samning um innsendingu eCoC vottorða sendir umsókn með skeyti til Samgöngustofu. Þessi leið er notuð fyrir heildargerðarviðurkennd ökutæki með rafrænu eCoC vottorði. Í umsókn fylgir allt eCoC vottorðið og er það sjálfkrafa tengt við Ekjugerð sem þarf að vera til og umboðið þarf að eiga. Ekki þarf að senda nein fylgigögn til Samgöngustofu.

    • Umsókn á pappír: Í öllum öðrum tilvikum er sótt um forskráningu á eyðublaði US.106 sem skilað er til Samgöngustofu. Með ökutækjum með evrópska heildargerðarviðurkenningu þurfa CoC vottorðin að fylgja umsókn í frumriti. Með þjóðargerðarviðurkenndum torfærutækjum þurfa upprunavottorð að fylgja umsókn í frumriti.

    Þegar umsókn um forskráningu er samþykkt fær fulltrúi tölvupóst frá Samgöngustofu um að forskráning hafi verið framkvæmd og hvaða fastnúmeri var úthlutað.

    Hafna þarf forskráningu ef í ljós kemur að útfærsla ökutækisins er önnur en Ekjugerðin sem var tiltekin í umsókninni. Í þeim tilvikum gefst fulltrúa tækifæri á að leiðrétta Ekjugerðina (eða sækja um nýja Ekjugerð ef hún er ekki til fyrir þessa útfærslu ökutækis).

    Gjaldtaka

    • Gjald Samgöngustofu vegna umsóknar um forskráningu með rafrænum er 674 krónur fyrir sérhvert ökutæki.

    • Gjald Samgöngustofu vegna umsóknar um forskráningu á pappírsformi er 4.730 krónur fyrir sérhvert ökutæki.

    • Gjald Samgöngustofu fyrir leiðréttingu á forskráningu þegar röng gerð er valin er greitt í tímagjaldi 11.008 krónur fyrir hverja klukkustund.

    Tölvuvinnsla

    Þjónustuaðilar skrá í eigin tölvukerfi sem svo eiga í samskiptum við ökutækjaskrá með skeytaþjónustum.