Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. október 2025 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Forskráningar og upphafsviðurkenningar

    Forskráning ökutækis í ökutækjaskrá byggir á viðurkenningu þess til markaðssetningar á Íslandi. Framleiðendur og umboð gegna þar hlutverki og geta þau fengið viðurkennda fulltrúa í samskiptum við Samgöngustofu.

    Fulltrúi umboðs/framleiðanda er aðili sem ábyrgist innflytjanda/framleiðanda gagnvart Samgöngustofu varðandi gerðarviður­kenn­ingu og skráningu ökutækja. Fulltrúi öðlast viðurkenningu og hefur bæði ábyrgð og skyldur.

    Efni kaflans

    Síðustu ökutæki gerðar

    Þetta eru heildargerðarviðurkennd ökutæki sem framleidd eru áður en nýjar reglur taka gildi sem framleiðslan tók ekki mið af. Forskráning og nýskráning slíkra ökutækja eftir að nýjar reglur taka gildi er óheimil nema framleiðandi eða fulltrúi framleiðanda hafi fengið undanþágu hjá Samgöngustofu um skráningu síðustu ökutækja gerðar.

    Skilyrði til veitingar undanþágu

    Síðustu ökutæki gerðar (e. end-of-series vehicles) eru ökutæki sem eru hluti af birgðum (e. part of a stock) sem ekki er hægt eða er ekki lengur hægt að setja á markað, skrá eða taka í notkun vegna þess að nýjar tæknilegar kröfur hafa tekið gildi sem ökutækin hafa ekki verið viðurkennd samkvæmt.

    Ákvæðin er að finna í reglugerð nr. 2018/858/ESB um viðurkenningu á bifreiðum og eftirvögnum þeirra, nr. 167/2013/ESB um viðurkenningu á dráttarvélum og eftirvögnum þeirra, og reglugerð nr. 168/2013/ESB um viðurkenningu á bifhjólum (tví-/þrí-/fjórhjólum).

    Framleiðendur eða fulltrúar þeirra, eins og fjallað er um í gildandi Evrópugerðum er lúta að skráningu síðustu ökutækjum gerðar, geta sótt um undan­þágu fyrir skráningu þeirra. Undanþágan er veitt á grundvelli þess að framleiðendur eða fulltrúar þeirra, hafi lent í efnahagslegum eða tæknilegum erfiðleikum með að uppfylla komandi kröfur til ökutækjanna og fái því lengri tíma til að selja birgðir sem hannaðar og framleiddar eru samkvæmt eldri kröfum. Ökutækin skulu vera í ESB ríki þegar nýjar reglur taka gildi og samræmisvottorð þeirra skulu hafa verið gefin út áður en hinar nýju reglur taka gildi.

    Samgöngustofa sem skráningaryfirvald veitir aðeins undanþágu til skráningu síðustu ökutækja gerðar á Íslandi (ekki til skráningar í öðrum löndum).

    Undanþágutímabil (tímarammi) er þessi:

    • Ef bifreið og eftirvagn hennar er framleidd fullgerð (e. complete vehicle) er undanþágan takmörkuð við 12 mán­aða tímabil. Ef um fjölþrepa framleiðslu (e. multi-stage) er að ræða er undanþágan takmörkuð við 18 mánuði.

    • Bifhjól, dráttarvél og eftirvagn dráttarvélar, sem framleid eru fullgerð fá 24 mánuði og 30 mánuði ef þau eru ófullgerð.

    Takmörkun á fjölda er þessi:

    • Fyrir fólksbifreiðir má fjöldi síðustu ökutækja gerðar ekki vera fleiri en 10% af fjölda þeirra ökutækja sömu gerðar sem fengið hafa nýskráningu síðastliðna 12 mánuði eða á síðasta almanaksári.

    • Fyrir aðrar bifreiðir (hópbifreiðir, sendi- og vörubifreiðir) og eftirvagna þeirra má fjöldi síðustu ökutækja gerðar ekki vera fleiri en 30% af fjölda þeirra ökutækja sömu gerðar sem fengið hafa nýskrán­ingu á síðasta almanaksári.

    • Fyrir bifhjól (líka á þremur og fjórum hjólum), dráttarvélar og dráttarvélavagna, má fjöldi síðustu ökutækja gerðar ekki vera fleiri en 10% af fjölda þeirra ökutækja sömu gerðar sem fengið hafa nýskráningu á síðustu 2 almanaksárum.

    Einnig gildir að sé fjöldi ökutækja samkvæmt ofangreindum reglum undir 100 má heimila að allt að 100 ökutæki séu skráð.

    Ökutækisflokkur

    Undanþágutímabil

    Fjöldi ökutækja síðustu gerðar

    Fólksbifreið (M1), framleidd fullgerð á einum stað (e. complete vehicle)

    12 mánuðir

    10% af fjölda þeirra ökutækja sömu gerðar sem fengið hafa nýskráningu á síðasta almanaksári.

    Fólksbifreið (M1), framleidd á fleiri en einum stað (e. completed vehicle/multi-stage approval)

    18 mánuðir

    10% af fjölda þeirra ökutækja sömu gerðar sem fengið hafa nýskráningu á síðasta almanaksári.

    Hópbifreið (M2/M3), sendi- og vörubifreið (N1/N2/N3) og eftirvagn (O2/O3/O4), framleidd fullgerð á einum stað (e. complete vehicle)

    12 mánuðir

    30% af fjölda þeirra ökutækja sömu gerðar sem fengið hafa nýskráningu á síðasta almanaksári.

    Hópbifreið (M2/M3), sendi- og vörubifreið (N1/N2/N3) og eftirvagn (O2/O3/O4), framleidd á fleiri en einum stað (e. completed vehicle/multi-stage approval)

    18 mánuðir

    30% af fjölda þeirra ökutækja sömu gerðar sem fengið hafa nýskráningu á síðasta almanaksári.

    Bifhjól, framleitt fullgert á einum stað (e. complete vehicle)

    24 mánuðir

    10% af fjölda þeirra ökutækja sömu gerðar sem fengið hafa nýskráningu á síðustu 2 almanaksárum.

    Bifhjól, framleitt á fleiri en einum stað (e. completed vehicle/multi-stage approval)

    30 mánuðir

    10% af fjölda þeirra ökutækja sömu gerðar sem fengið hafa nýskráningu á síðustu 2 almanaksárum.

    Dráttarvél og eftirvagn hennar, framleid fullgerð á einum stað (e. complete vehicle)

    24 mánuðir

    10% af fjölda þeirra ökutækja sömu gerðar sem fengið hafa nýskráningu á síðustu 2 almanaksárum.

    Dráttarvél og eftirvagn hennar, framleidd á fleiri en einum stað (e. completed vehicle/multi-stage approval)

    30 mánuðir

    10% af fjölda þeirra ökutækja sömu gerðar sem fengið hafa nýskráningu á síðustu 2 almanaksárum.

    Umsókn

    Framleiðandi eða fulltrúi framleiðanda getur sótt um undanþáguskráningu á síðustu ökutækjum gerðar. Ef umsækjandi er fulltrúi framleiðanda þá fylgi upplýsingar því til staðfestingar.

    Mikilvægt er að umsókn sé rétt útfyllt og innihaldi áskilin fylgigögn eins og lýst er hér að neðan.

    Ástæða umsóknar

    Stutt samantekt á því sem sótt er um og ástæður þess (efnahagslegar eða tæknilegar).

    Fylgigögn með umsókn

    Eftirfarandi upplýsingar eru nauðsynlegar um þau ökutæki sem sótt er um undanþágu fyrir (senda sem lista í viðhengi):

    • Fastanúmer, hafi ökutæki verið forskráð.

    • Verksmiðjunúmer (e. VIN).

    • Heiti framleiðanda og gerðarheiti (e. make and type).

    • Evrópskt heildargerðarviðurkenningarnúmer (e. type approval number).

    • Upplýsingar um og tilvísun í þær kröfur og reglur sem ökutækið uppfyllir ekki lengur (eða mun ekki uppfylla við nýskráningu).

    Að auki þurfa að fylgja:

    • Afrit af samræmisvottorði (e. CoC) ökutækjanna, hafi þau ekki verið þegar forskráð (þjöppuð skrá í viðhengi).

    • Yfirlýsing um að ökutækin hafi verið í ESB ríki þegar nýjar reglur tóku gildi, eða séu í ESB ríki við umsókn sé sótt um áður en nýjar reglur taka gildi.

    • Yfirlit yfir þau ökutæki sömu gerðar frá sama framleiðanda (e. make and type) sem hlotið hafa skráningu á síðasta almanaksári (listi í viðhengi). Þetta þarf bara ef sótt er um undanþágu fyrir fleiri en 100 ökutæki af sömu gerð.

    • Staðfesting á að umsækjandi sé fulltrúi framleiðanda, eigi það við umsækjanda.

    Afgreiðsla umsóknar

    Afgreiðslufrestur umsókna getur verið allt að þrír mánuðir.

    Framleiðanda eða fulltrúa framleiðanda er tilkynnt um niðurstöðuna. Sé umsókn samþykkt er viðkomandi ökutæki forskráð með fyrirvara í kerfi Samgöngustofu og tilgreint að ökutækið þurfi að hafa hlotið nýskráningu fyrir lok undanþágutímabilsins. Eftir það er forskráningar- og nýskráningarferli þeirra óbreytt. Sé umsókn ekki samþykkt er nýskráning ökutækjanna óheimil hérlendis.

    Gjaldtaka

    • Greitt er tímagjald 11.338 krónur á klukkutíma til Samgöngustofu fyrir afgreiðslu umsókna, að lágmarki þarf að greiða fyrir hálftíma.