Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skilgreininga- og flokkunarkerfi í barnavernd

Útgáfa 3 (2022)

    4. Áhættuhegðun barns

    Áhættuhegðun barns er skilgreind sem hegðun sem brýtur gegn þeim viðmiðum og reglum sem gilda í umhverfi barnsins og er líkleg til að valda barninu sjálfu eða öðrum skaða.

    Barn beitir annan einstakling, barn eða fullorðinn, tilfinningalegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Sjá skilgreiningar og dæmi undir kafla 2. Barn beitt ofbeldi. Ofbeldið getur einnig beinst gegn dýrum, t.d. þegar barn pyntar eða meiðir dýr viljandi (dýraníð).