Barn neytir áfengis eða annarra efna sem eru líkleg til að valda því skaða. Hér er einkum átt
við ungmenni, ef um yngri börn er að ræða væri að jafnaði rétt að flokka slíka neyslu undir
vanrækslu foreldra eða umönnunaraðila, þar sem yngri börn ættu ekki að hafa aðgengi að
slíkum efnum.
Hér er um að ræða öll lögleg og ólögleg vímuefni, einnig lyfseðilsskyld lyf sem eru tekin án
fyrirmæla læknis og önnur efni sem eru líkleg til að valda barninu skaða.
Barn neytir annarra efna sem geta haft áhrif á heilsu og velferð þess án þess að vera
vímuvaldandi.
Dæmi eru eftirfarandi:
Ofneysla barna á koffíndrykkjum sem geta haft slæm heilsufarsleg áhrif. Hér er einkum átt
við ung börn eða þegar magn koffínneyslu fer yfir heilsuverndarviðmið.
Notkun barns á vörum sem innihalda nikótín. Hér getur verið um að ræða ýmsar tegundir
tóbaks ætlaðar til reykinga, munntóbak, rafrettur (veipa), neftóbak eða neysla á öðrum vörum
sem innihalda nikótín.
Inntaka lyfja, lyfseðilsskyldra eða í lausasölu, sem eru ekki til þess fallin að framkalla vímu
en barnið tekur inn viljandi.