Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skilgreininga- og flokkunarkerfi í barnavernd

Útgáfa 3 (2022)

    4. Áhættuhegðun barns

    Áhættuhegðun barns er skilgreind sem hegðun sem brýtur gegn þeim viðmiðum og reglum sem gilda í umhverfi barnsins og er líkleg til að valda barninu sjálfu eða öðrum skaða.

    Barn hefur viljandi skaðað sig, t.d. skorið, stungið, brennt eða rispað sig viljandi (ekki er átt
    við sjálfskaða sem er afleiðing af óhappi).

    Barn hefur gefið í skyn að það hugleiði sjálfsvíg eða hefur reynt sjálfsvíg.

    Barn er með alvarlega átröskun eða á við aðra geðræna erfiðleika að stríða og inngrip
    forsjáraðila og heilbrigðiskerfis skila ekki árangri.