Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skilgreininga- og flokkunarkerfi í barnavernd

Útgáfa 3 (2022)

    4. Áhættuhegðun barns

    Áhættuhegðun barns er skilgreind sem hegðun sem brýtur gegn þeim viðmiðum og reglum sem gilda í umhverfi barnsins og er líkleg til að valda barninu sjálfu eða öðrum skaða.

    Barn mætir illa í skóla, sinnir illa heimalærdómi eða mætir ekki með hluti sem nauðsynlegir
    eru til skólastarfs; þrátt fyrir að forsjáraðili reyni eftir bestu getu að stuðla að því að barnið
    sinni námi sínu á eðlilegan hátt.

    Alvarlegur hegðunarvandi barns í skóla: barn brýtur ítrekað skólareglur, fer ekki eftir
    fyrirmælum og ekki hefur fundist lausn á vandanum í samstarfi skóla, barns og foreldra.