Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skilgreininga- og flokkunarkerfi í barnavernd

Útgáfa 3 (2022)

    3. Heilsa eða líf ófædds barns í hættu

    Ófætt barn í hættu vegna athæfis verðandi foreldris eða einhvers í nærumhverfi foreldris.

    Grunur um að barnshafandi einstaklingur hafi neytt áfengis í óhófi, annarra vímuefna eða lyfja sem eru líkleg til að valda barninu skaða. Hér er verið að ræða um öll lögleg og ólögleg vímuefni, einnig lyfseðilsskyld lyf sem eru tekin án fyrirmæla læknis og önnur efni sem eru líkleg til að valda fóstrinu skaða.