Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hugbúnaðarrammi Fjársýslunnar

Þjónustuaðili:

Reynsla Fjársýslunnar hefur sýnt fram á vöntun á heildstæðum leiðbeiningum fyrir opinbera aðila þegar kemur að fjárfestingu í hugbúnaði. 

Því var brugðið á það ráð að setja saman leiðarvísi fyrir opinbera aðila við kaup á hugbúnaði, með það að markmiði að einfalda ferlið og draga úr áhættu.

Leiðarvísirinn fjallar um mikilvægi þarfagreiningar, markmiðssetningar og varna gegn birgjalæsingu, ásamt því að útlista tæknilegar og lagalegar kröfur sem ber að hafa í huga við val á mismunandi tegundum hugbúnaðar, þar á meðal staðlaðar, sérlausnir og Power Platform.

Hann veitir einnig innsýn í mótun útboðsgagna, greiðslufyrirkomulags og krafna er varða þróun, prófanir og skil hugbúnaðar.

Byggt er á lærdómi Fjársýslunnar af fyrri útboðum, gögnum frá Stafrænu Íslandi og Fjármálaráðuneytinu, gögnum frá Norskum, Breskum og Dönskum systurstofnunum Ríkiskaupa ásamt reynslu höfundar af hugbúnaðarþróun.

    4.1. Sértækar lágmarkskröfur eftir tegund lausna

    Efni kaflans

    Power Platform frá Microsoft er dæmi um "low code" hugbúnaðarkerfi sem tekur stöðugum framförum með aukinni sjálfvirkni.

    Power Platform samanstendur af fimm meginstoðum

    • Power BI – Viðskiptagreindar tól til skýrslugerðar.

    • Power Apps – Notað til að búa til lausnir og forrit fyrir stafræna ferla.

    • Power Pages - Vefsíður settar upp með einföldum hætti.

    • Power Automate – Notað til að búa til sjálfvirk verkferli og tengingar/samþættingar á milli hugbúnaðarkerfa.

    • Power Virtual Agents – Snjallmenni til samskipta við viðskiptavini og milli starfsmanna

    Power Platform og samspil milli þessara eininga býður eitt og sér upp á mikla möguleika en einnig er hægt að vinna upplýsingar og smíða sjálfvirk ferli þvert á viðskiptakerfi og skýjalausnir Microsoft.

    Kostir

    • Hröð þróun, hægt er að þróa og setja í gang forrit mjög hratt. Þetta gildir sérstaklega fyrir opinberar stofnanir sem þurfa lausnirnar fljótt.

    • Lítill, jafnvel engin forritun (coding). Hægt er að setja hugbúnaðinn í gang án þess að hafa viðamikla forritunar þekkingu.

    • Samþætting of auðveld við annan hugbúnað, gagnavörslur og fleira. T.d. Microsoft Power Platform flæðir vel saman við vörur frá sama fyrirtæki.

    • Skalanleiki þjónustu er oft mjög góður þar sem Power Platform lausnir eru byggðar á skýjalausnum.

    • Uppfærslur, öryggi og viðhald er í höndum eiganda Power Platform lausnarinnar sem sér um að fyllsta öryggis sé gætt.

    Gallar

    • Kostnaður við leyfisgjöld getur oft verið íþyngjandi fyrir opinberar stofnanir og því mögulega ódýrara til langs tíma að notast við aðrar lausnir.

    • Lausnin gæti takmarkað sérsmíði og viðbætur.

    • Hækkanir á gjaldskrá háðar eiganda lausnar.

    • Erfitt gæti reynst að skipta um birgja sem er með annað en Power Platform.

    • Þegar hið opinbera er að huga að kaupum á Power Platform lausn eða sambærilegu kerfisforrit (platform) lausn þarf að hafa nokkra sértækar þarfir í huga.