Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hugbúnaðarrammi Fjársýslunnar

Þjónustuaðili:

Reynsla Fjársýslunnar hefur sýnt fram á vöntun á heildstæðum leiðbeiningum fyrir opinbera aðila þegar kemur að fjárfestingu í hugbúnaði. 

Því var brugðið á það ráð að setja saman leiðarvísi fyrir opinbera aðila við kaup á hugbúnaði, með það að markmiði að einfalda ferlið og draga úr áhættu.

Leiðarvísirinn fjallar um mikilvægi þarfagreiningar, markmiðssetningar og varna gegn birgjalæsingu, ásamt því að útlista tæknilegar og lagalegar kröfur sem ber að hafa í huga við val á mismunandi tegundum hugbúnaðar, þar á meðal staðlaðar, sérlausnir og Power Platform.

Hann veitir einnig innsýn í mótun útboðsgagna, greiðslufyrirkomulags og krafna er varða þróun, prófanir og skil hugbúnaðar.

Byggt er á lærdómi Fjársýslunnar af fyrri útboðum, gögnum frá Stafrænu Íslandi og Fjármálaráðuneytinu, gögnum frá Norskum, Breskum og Dönskum systurstofnunum Ríkiskaupa ásamt reynslu höfundar af hugbúnaðarþróun.

    4.1. Sértækar lágmarkskröfur eftir tegund lausna

    Efni kaflans

    Straumurinn (X-Road)

    Straumurinn (X-Road) er gagnaflutningslag sem er ætlað að auðvelda samskipti milli upplýsingakerfa á öruggan hátt sem gerir stofnunum kleift að veita stafræna þjónustu.

    Straumurinn er undirstaða miðlægrar þjónustugáttar fyrir borgara landsins. Lögð er áhersla á að sinna öllum borgurum jafn vel. Straumurinn er undirstaða þess að borgarar landsins geti sótt alla þjónustu hins opinbera á einum stað í miðlægri þjónustugátt.

    Allar opinberar stofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki í landinu geta nýtt sér Strauminn til að flytja gögn sín á milli með það að markmiði að bæta þjónustu við almenning í landinu.

    Sjá nánar https://island.is/s/stafraent-island/thjonustur/straumurinn 

    Samþættingarlag / millilag / samtengingar almennt

    Þegar kemur að samþættingarlagi / samtengingum / API við annan hugbúnað, gagnageymslur og fleira þarf hið Opinbera að hafa það í huga að tryggja gegnsæi, verðmæti, samhæfingu og sveigjanleika þeirra lausna sem verið er að þróa og setja upp. Almennt eru kröfur um sérlausn nýttar þegar viðkemur samþættingarlagi og gerð samtenginga þar sem um sérlausn er að ræða. 

    Hér eru nokkrir almennir þættir sem ber að hafa í huga þegar verið er að þróa slíkt. 

    1. Krafa um opna staðla þar sem það er mögulegt. Það tryggir að útfærslan sé viðurkennd innan hugbúnaðargeirans og margir aðilar skilja lausnina. Dæmi um þetta eru HTTP/HTTPS fyrir samskipti, REST, OAS, Odata,SOAP eða GraphQL fyrir API og SQL fyrir gagnagrunna.

    2. Krafa um opinn hugbúnað. Með því að notast við opinn hugbúnað er áhætta á byrgja læsingu minnkuð til muna og gæði/öryggi lausnarinnar tryggð af samfélaginu. 

    3. Krafa um skjölun. Eins og með allan hugbúnað þarf að skjala lausnina vel og vandlega. 

    4. Krafa þarf að vera varðandi notkun á opnum gagnastöðlum

    5. Hanna ber lausnina með lausa tengingu milli eininga/þátta (Loose Coupling) sem tryggja á að breytingar á einum þætti kalli ekki endilega fram breytingar á öðrum.

    6. Lausnin þarf að geta virkað með öðrum hugbúnaði/kerfum, bæði núverandi og framtíðarlausnum. Því þarf að notast við algengar ganga gagnasamskiptastaðla (data exchange formats) á borð við JSON eða XML. 

    7. Huga ber að leyfismálum og við þróun lausnarinnar en þær mega ekki varna því að hægt sé að skipta um birgja. 

    8. Endurskoða þarf lausnina reglulega svo enn sé verið að notast við viðurkennda virka staðla. 

    9. Gera þarf kröfur um algenga tækni sem margir þekkja og nota. 

    10. Setja þarf upp útgáfustjórnun á API (API versioning). Sem gerir opinberum aðila kleift að halda virkni milli eldri hugbúnaðar með gömlu útgáfunni á meðan nýjum hugbúnaði er boðið upp á nýjustu útgáfuna. 

    11. Skýjalausn: Ef hið opinbera notar skýjaþjónustu, hanna skal lausnir þannig að þær séu ekki of háðar einhverjum sérstökum þjónustuveitanda

    Nauðsynlegt er að hafa í huga stefnu Stafræns Íslands í þessum efnum. 

    Samanber:

    Samþættinga og API vettvangar (Platform)

    Vettvangur (Platform) fyrir samþættingu og API-stjórnun er safn af tólum og þjónustu sem er hannað til að auðvelda tengingu og stjórnun mismunandi hugbúnaðarforrita og kerfa innan skipulagsheildar. Þetta felur í sér samþættingu ýmissa kerfa og forrita, gagna, ferla og tækja til að einfalda og bæta rekstur. 

    Kröfur til samþættinga og API vettvanga 

    Krafa um staðlaðar tæknilausnir (Standardized Technology Solutions): 
    • Notið staðlaðar lausnir og opnar þjónustur sem eru áreiðanlegar og víða notaðar. Þetta tryggir að kerfið er samhæft við önnur kerfi og opinberi aðilinn getur auðveldlega fært þig yfir til annars birgja ef þörf krefur.

    Krafa um sveigjanleika og útvíkkunar möguleika (Flexibility and Scalability): 
    • Gerðu kröfu um að lausnin  bjóði upp á sveigjanleika í notkun og útvíkkunar möguleika til að mæta vaxandi þörfum opinbera aðilans. Þetta minnkar líkur á að þurfa að skipta um kerfi vegna takmarkaðra möguleika.

    Krafa um opin og sjálfstæð viðmót (Open and Agnostic Interfaces): 
    • Gera þarf kröfu um að lausnin styðji við opin viðmót og API-staðla. Þetta gerir það auðveldara að tengjast og samþætta ólíka kerfi, óháð framleiðanda.

    Krafa um gagnsæi og stjórnun (Transparency and Control): 
    • Gera þarf kröfu að opinberi aðilinn hafi skýra stjórn  og yfirsýn yfir því hvernig gögn og þjónusta eru meðhöndluð. Þetta felur í sér skýrar upplýsingar um gagnavernd, öryggismál, og hvernig hægt er að flytja eða eyða gögnum.

    Þarfir sem hafa ber í huga

    Samningsskilmálar (Contractual Terms): 
    • Farið vel yfir samningsskilmálana og tryggið að þeir innihaldi ákvæði sem veita möguleika á að flytja gögn og þjónustu til annarra veitenda ef þörf krefur.

    Samfélag og stuðningur (Community and Support): 
    • Athugaðu hvort tæknin eða lausnin sem þú ert að íhuga hefur virkt notendasamfélag og góðan stuðning. Sterkt samfélag og góður stuðningur geta dregið úr hættu á að festast í einum veitanda.

    RPA - sem samþættingarlausn

    RPA eða Robotic Process Automation er tækni sem notar svokölluð "vélmenni", til að herma eftir og sjálfvirknivæða endurteknar og reglubundin verkefni sem mennskir notendur framkvæma á milli hugbúnaðar. Markmiðið með RPA er að auka skilvirkni og nákvæmni í vinnsluferlum á meðan mannafla er beint að verkefnum sem krefjast mannlegrar innsýnar og skapandi hugsunar.

    Þegar notast er við sjálfvirknivinnslu með RPA róbótum í tengingum á milli hugbúnaðar eða sjálfvirknivæðingu, er mikilvægt að forðast læstri stöðu hjá birgja með því að passa uppá að aðferðirnar sem verið er að beita séu sveigjanlegar og skilvirkara . Hér fyrir neðan eru kröfur sem þarf að leggja fram ásamt vinnubrögðum sem kaupandi þarf að tileinka sér við kaup á lausn sem þessari. 

    Skref í innleiðingu RPA

    1. Greina þarf ferlið áður en hafist er handa (Kröfu- og ferlagreining).

      1. Skilgreindu nákvæmlega hvaða ferli eða verkefni á að sjálfvirknivæða. Þetta felur í sér að skilja hvernig verkefnið er unnið, hvaða gögn eru notuð og hver eru væntanleg áhrif sjálfvirknivæðingarinnar.

    2. Veldu RPA tól með víðtækri samhæfni

      1. Tól sem styðja við ýmsar heildarlausnir (platforms) og forrit, og tryggja að þau takmarki ekki tengingarnar þína við sérstaka tækni eða söluaðila.

    3. Gerð RPA í Platformi

      1. Útfærsla mótuð og framkvæmd hjá seljanda. 

    4. Prófanir.

      1. Prófanir eru gerðar af seljanda í tilraunaumhverfi og af kaupanda í raunumhverfi. 

    5. Uppærslur (Ef við á)

      1. Ferlar uppfærðir að þörfum og prófaðir

    6. Innleiðing

      1. RPA ferlar innleiddir í raunumhverfi.

    Vinnubrögð (good practice)

    • Haltu þér upplýstum um uppfærslur frá söluaðila og á stefnum og straumum varðandi RPA.

      • Vertu vakandi fyrir uppfærslum frá seljanda ásamt því nýjasta sem er að gerast hjá samkeppnisaðilum til að skilja hvernig breytingar gætu haft áhrif á sjálfvirknivinnu þína og hvaða nýir eiginleikar eða tól gætu gagnast rekstri þínum.

    • Kaupandi þarf að skoða og meta þróunar og stuðning frá seljanda og samfélaginu.

      • Skoðaðu hvort að söluaðili sé með virkan stuðning og hvetji til lifandi, samfélags sem einnig veitir stuðning.

    • Þróaðu færni innanhúss

      • Ræktaðu teymi sem er þekkingarríkt í RPA þróun og viðhaldi. Þetta minnkar háðleika á ytri söluaðila fyrir breytingar og uppfærslur á RPA kerfum þínum.

    • Íhugaðu opinn hugbúnað:

      • Þar sem mögulegt er, notaðu tól sem eru opin hugbúnaður. Þessi tól bjóða yfirleitt upp á meiri sveigjanleika og forðast einkaleyfi takmarkanir.

    • Endurskoðaðu reglulega og RPA stefnu þína:

      • Endurmeta þarf reglulega RPA stefnu kaupanda til að tryggja að þau séu í samræmi við viðskiptamarkmið þín og viðhaldi skilvirkni og kostnaðarhagkvæmni. Vertu tilbúin/n að gera breytingar ef tól hætta að henta þörfum þínum.

    • Stundaðu prófanir og nýttu gæðatryggingu

      • Prófaðu RPA lausnina í umhverfi sem líkir eftir raunverulegum aðstæðum til að tryggja að allir þættir ferlisins virki eins og til er ætlast. Gæðatrygging og endurtekningaprófanir eru mikilvægir til að tryggja stöðugleika og áreiðanleika.

    Kröfur til RPA

    Krafa varðandi eininga nálgun/uppsetningu 
    • RPA flæði/teningar þurfa að vera hönnuð og sett upp sem einingar svo auðveldara sé að skipta út hlutum flæðisins eða öllu tólinu ef þörf krefur, án þess að það hafi áhrif á heildarkerfið.

    Krafa varðandi stöðlun á ferlinu/flæðinu
    • Þetta gerir það auðveldara að flytja þau yfir á annan vettvang ef þörf krefur. Þetta felur í sér að útbúa nákvæma ferlalýsingu og flæðirit sem sýnir hvert skref í ferlinu.

    Krafa varðandi skráningu gagna (documentation)
    • Ítarleg verklýsing og skráning þarf að vera um RPA ferlana, þar með talin rökfræði og skref sem tekin eru. Þessi gögn gera opinbera aðilanum auðveldara að flytja eða breyta ferlinum. 

    Krafa er varðar samvirkni
    • Tólið ætti að tengjast auðveldlega við núverandi hugbúnað og vera aðlögunarhæft með tilliti til framtíðarbreytinga. API virkni þarf að vera til staðar, kostur ef aðrir staðlaðir tengimöguleikar séu til staðar. 

    Krafa varðandi opna staðla. 
    • Gerðu kröfu um opna staðala svo hægt sé að flytja á milli aðila á auðveldan hátt.