Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hugbúnaðarrammi Fjársýslunnar

Þjónustuaðili:

Reynsla Fjársýslunnar hefur sýnt fram á vöntun á heildstæðum leiðbeiningum fyrir opinbera aðila þegar kemur að fjárfestingu í hugbúnaði. 

Því var brugðið á það ráð að setja saman leiðarvísi fyrir opinbera aðila við kaup á hugbúnaði, með það að markmiði að einfalda ferlið og draga úr áhættu.

Leiðarvísirinn fjallar um mikilvægi þarfagreiningar, markmiðssetningar og varna gegn birgjalæsingu, ásamt því að útlista tæknilegar og lagalegar kröfur sem ber að hafa í huga við val á mismunandi tegundum hugbúnaðar, þar á meðal staðlaðar, sérlausnir og Power Platform.

Hann veitir einnig innsýn í mótun útboðsgagna, greiðslufyrirkomulags og krafna er varða þróun, prófanir og skil hugbúnaðar.

Byggt er á lærdómi Fjársýslunnar af fyrri útboðum, gögnum frá Stafrænu Íslandi og Fjármálaráðuneytinu, gögnum frá Norskum, Breskum og Dönskum systurstofnunum Ríkiskaupa ásamt reynslu höfundar af hugbúnaðarþróun.

    4.1. Sértækar lágmarkskröfur eftir tegund lausna

    Efni kaflans

    Eignarhald á kóða

    Hægt er að fara tvær leiðir við eignarhald á grunnkóða hugbúnaðarins , viðbóta eða annara eininga.

    Kröfur ef verkkaupi verður eigandi kóða

    Verkkaupi verður eigandi að öllum hugbúnaði , þ.e. grunnkóða, hönnunarskjala, tæknilýsinga, gagnasafns og gagna sem og allra annarra lýsinga er undir kerfið falla. Seljanda ber að afhenda, gögnin hér að ofan jafnskjótt og þau verða til.

    Kaupandi öðlast allan höfundar-. notkunar- og nýtingarrétt, fjölföldunar- og dreifingar rétt til samstarfsaðila og annarra ríkisstofnana á afurðum verkefnis þessa sem og þeirri vinnu og ráðgjöf sem keypt eru um leið og það verður til hjá seljanda.

    Huga ber að eignarhaldi á kóða, þar sem ef kóði er eign kaupanda minnkar það líkur á læsingu hjá birgja (lock-in) til muna.

    • Grunn kóði (source code ) er eign kaupanda nema um annað sé samið sérstaklega. Við samningslos á kaupandi að geta fengið „original decompiled source code“.

    • Verkkaupi getur breytt og þróað kerfið að vild.

    • Eignarhaldið nær einnig yfir sérhverja breytingu sem gerð er á hugbúnaðinum.

    • Kóði séreiningar sem settar eru upp í opnum kerfum þurfa einnig að vera eign kaupanda.

    • Kaupandi eignast allan ráðstöfunarrétt og nýtingarrétt á hugbúnaðinum.

    Ef stofnun er eigandi að hugbúnaði er nauðsynlegt að kynna sér leiðbeiningar Fjársýslu Ríkisins hvað varðar óefnislegar eignir og þær reikningsskilaaðferðir (IPSAS) sem eru í gildi.

    Kröfur varðandi afnot af sérlausna hugbúnaði/ kóða

    Þegar opinber aðili fjárfestir í sérlausna hugbúnaði og hugbúnaðarþróun án þess að gera tilkall til eignarétts á grunnkóða hugbúnaðarins þarf að hafa sérstakar áherslur og áskoranir í huga. Það að birgi eigi grunnkóða hugbúnaðarins og geti selt afnotarétt á opnum markaði gæti leitt til hagkvæmari samnings fyrir hið opinbera en gæti leitt til fjárhagsútláts og áhættu sé horft til langtíma.

    Þættir sem ber að hafa í huga við kaup á afnotarétti hugbúnaðar til að tryggja hagsmuni opinbera aðilans og til varnar birgja læsingu í einhverju mæli.

    1. Setja þarf fram ákvæði í samning við birgja, þar sem hið opinbera sé að greiða fyrir þróun hugbúnaðarins að ef hugbúnaðurinn er endurseldur til annara aðila ætti hið opinbera rétt á endurskoðun á greiðslum. Þar að segja að hægt væri að semja um lækkun afnota og þróunargjalda t.d.

      1. Athuga skal með leyfissamninga. Hægt er að semja um sameiginlegan ávinning ef hugbúnaðurinn er seldur aftur.

    2. Ganga þarf úr skugga um að skilmálar hugbúnaðarsamningins séu gagnsæir og að birginn sé ábyrgur fyrir ákvörðunum sínum.

    3. Huga þarf að því að þótt afnot af hugbúnaði sem hið opinbera er að þróa kunni að vera ódýrara í upphafi. Þarf að íhuga hlutfallslegan kostnað til langs tíma. Taka þarf inn í reikninginn leyfisgjöld, uppfærslugjöld eða annan kostnað. Einnig þarf að hafa í huga kostnað við að skipta yfir í nýtt kerfi í framtíðinni.

    4. Ef hugbúnaðarþörf hins opinbera kallar á sérsmíði innan hugbúnaðarins, þarf að tryggja áframhaldandi viðhaldi á þeim hluta hans ásamt skilmála hvað varðar endur sölu á þessum sérsmíðuðum virkni hlutum.

    5. Opinberir aðilar meðhöndla oft viðkvæm gögn, tryggja þarf að birgi geti ekki haft aðgang að, afritað, sýnt (showcase) eða deilt gögnunum þegar kemur að sölu til annara aðila.

      1. Eignarréttur ganga og möguleiki á flutning. Tryggja þarf að opinberi aðilinn eigi gögnin sem í vistuð/notast við í hugbúnaðinum sem og að það sé til leið til að ná í þau og flytja frá birgja.

    6. Reglulegar afritanir verði gerðar bæði af hugbúnaðinum og gögnum. Afrit vistað í hýsingarumhverfi opinbera aðilans eða þriðja aðila.

    7. Þar sem hið opinbera á ekki grunnkóðann getur það orðið háð birgja um uppfærslur, viðhald, stuðning og sérsmíði. Íhuga þarf að hafa í skilmálum ákvæði um endurskoðun samnings ásamt skilmála um uppsögn samnings.

    8. Aðgangur að heildarlausninni (compiled versions) hjá eigin hýsingaraðila til að tryggja að opinberi aðilinn eigi aðgang að nýjustu útgáfu hugbúnaðarins þó að hann eigi ekki grunnkóðann. Þetta tryggir að hægt sé að nota hugbúnaðinn í einhvern tíma þó sambandið við birgja endi.

    9. Koma á öryggissamning (Escrow) þar sem hugbúnaðurinn í heild sinni er settur upp og geymd hjá þriðja aðila. Þá gæti opinberi aðilinn fengið það heildarafrit afhent komi til vanefnda samningsskilmála.

    10. Ef hugbúnaðurinn þjónar ákveðnum mikilvægum almannahagsmunum, þarf hið opinbera að íhuga stærri áhrif þess að eiga ekki grunnkóðann. Hvað mun hið opinbera gera ef birgi yrði gjaldþrota eða hætta stuðningi við hugbúnaðinn.

    11. Tryggja ber réttindi hins opinbera til að hafa áhrif á framtíðarþróun hugbúnaðarins, ásamt framtíðar uppsetningum, uppfærslum, nýjungum og fleira.

    12. Athuga þarf með einkarétt á ákveðnum sviðum innan hugbúnaðarins ef nauðsyn er á. T.d. aðgerðir sem eru nauðsynlegar fyrir starfsemi opinberra aðila.

    13. Þó það sé ekki alltaf hægt, er æskilegt að leggja fram kröfur um opnar kóðalausnir sem kunn að veita meiri sveigjanleika, rúm til endurbóta og meira gagnsæi .

    Áskilnaður

    • Kaupandi verður eigandi alls hugbúnaðar og allra lýsinga (skjöl, tæknilýsing ofl.) sem unnin eru fyrir hann á verktíma.

    • Kaupandi á rétt á að taka við kóðanum sjálfur og vinna áfram með þeim aðila sem hann kýs.

    • Kaupandi hefur fulla heimild til að breyta kóða, hönnun og útfæra lausnina á þann máta sem hann kýs.

    • Seljandi skal skila kaupanda skila afritum af kóða, lýsingum og tengdum gögnum reglulega á unnið er í verkinu.

    Kröfur er varða ákvæði um útfösun á fyrri hugbúnaðarlausn

    Ef um er að ræða vefsíðu, þá þarf að hafa í huga slóðavinnu (Redirect) útfrá nýju veftré, breytingu á skráaskipulagi og leitarvélavinnu er loka á eldri vef.

    Skil skulu vera á greingargóðum skjölum og tæknilýsingu sem orðið hafa til við þróun hugbúnaðarins.

    • Verkkaupi hefur afnotarétt af öllum forritum, skjölum og upplýsingum er lúta að kerfinu sjálfu, rekstri og viðhaldi og skal verksali afhenda verkkaupa rafrænt afrit af öllum slíkum gögnum ef óskað er. Verksali samþykkir að verkkaupi hafi heimild til að afhenda 3ja aðila téð gögn til áframhaldandi reksturs kerfisins við lok samningstíma, riftun eða uppsögn samnings að kostnaðarlausu.

    • Við lok samnings þessa, hvernig sem þau bera að, skuldbindur verksali sig til, óski verkkaupi eftir því, að skila öllum gögnum í eigu verkkaupa á miðli sem verkkaupi tilgreinir. Verksala ber að afhenda verkkaupa tafarlaust og án kostnaðar öll skjöl, skilríki, gögn og upplýsingar, sem verksali hefur undir höndum fyrir verkkaupa, hvort heldur sem er skrifuð gögn eða í tölvutæku formi.

    • Verkkaupi telst eigandi allra gagna í kerfinu. Öll gögn og upplýsingar sem skráðar eru í kerfinu eða vegna kerfisins, í hliðarkerfum og/eða gagnasafni, eru eign verkkaupa og er verksala óheimilt að nýta sér þau án skriflegs samþykkis verkkaupa.

    Aðgangsstýringar þurfa að vera undir stjórn kaupanda.