Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hugbúnaðarrammi Fjársýslunnar

Þjónustuaðili:

Reynsla Fjársýslunnar hefur sýnt fram á vöntun á heildstæðum leiðbeiningum fyrir opinbera aðila þegar kemur að fjárfestingu í hugbúnaði. 

Því var brugðið á það ráð að setja saman leiðarvísi fyrir opinbera aðila við kaup á hugbúnaði, með það að markmiði að einfalda ferlið og draga úr áhættu.

Leiðarvísirinn fjallar um mikilvægi þarfagreiningar, markmiðssetningar og varna gegn birgjalæsingu, ásamt því að útlista tæknilegar og lagalegar kröfur sem ber að hafa í huga við val á mismunandi tegundum hugbúnaðar, þar á meðal staðlaðar, sérlausnir og Power Platform.

Hann veitir einnig innsýn í mótun útboðsgagna, greiðslufyrirkomulags og krafna er varða þróun, prófanir og skil hugbúnaðar.

Byggt er á lærdómi Fjársýslunnar af fyrri útboðum, gögnum frá Stafrænu Íslandi og Fjármálaráðuneytinu, gögnum frá Norskum, Breskum og Dönskum systurstofnunum Ríkiskaupa ásamt reynslu höfundar af hugbúnaðarþróun.

    4.1. Sértækar lágmarkskröfur eftir tegund lausna

    Efni kaflans

    Stöðluð lausn er hugbúnaður / kerfi sem nú þegar hefur verið þróað fyrir stóran viðskiptavinahóp og hefur möguleika á að vera aðlagaður að þörfum einstakra viðskiptavina, þegar tekið er mið af uppsetningu, mælikvörðum eða stillingum innan hugbúnaðar / kerfis.

    Kostir

    • Mest öll þróunarvinna er þegar búin og hugbúnaðurinn er nú þegar kominn á markað.

    • Er í stöðugri þróun hjá seljanda.

    • Venjulega eru staðlaðar lausnir ódýrari en að þróa lausn frá grunni.

    • Lausnirnar hafa yfirleitt verið prófaðar ítarlega og sannreynst hjá öðrum fyrirtækjum.

    Gallar

    • Staðlaðar lausnir geta í flestum tilfellum ekki boðið upp á sérsniðna notendaupplifun.

    • Geta í takmörkuðu magni sérsniðið og tengt annan hugbúnað, gagnagrunna og fleira við lausnina.

    • Eiginleikar og virkni hugbúnaðarins eru háð þróunaráætlun birgjans.

    Kröfur

    Eignarhald á gögnum

    • Gakktu úr skugga um að þú eða stofnunin þín eigið allar upplýsingar sem birginn/söluaðilinn geymir, og að þið hafið aðgang að þeim upplýsingum á einfaldan og þægilegan hátt. Þetta getur verið flókið viðbót við samninginn, en það er nauðsynlegt til að tryggja að stofnunin geti flutt gögnin yfir í annað kerfi ef nauðsyn krefur.

    Tryggðu að notast sé við staðlað og algengt gagna form/tækni (opnir staðlar)

    • í viðeigandi geira bæði þegar um er að ræða vistun gagna (output/export) og þegar viðkemur opnum API köllum.

    • Hugbúnaðurinn þarf að bjóða upp á auðveldan gagnaflutning á stöðluðu, algengu sniði. Það gefur stofnuninni kleift að flytja gögn sín yfir í annað kerfi án verulegrar fyrirhafnar eða taps.

    Þjónusta og viðbragðstími

    • Skilgreinið kröfur um stuðning og þjónustu til að tryggja viðeigandi viðbragðstíma og gæði þjónustu.

    Þarfir

    • Kostur ef hugbúnaðurinn leyfir þér að sérsníða og stækka hugbúnaðinn t.d. sem styður við aðlögun og tengingar í gegnum API eða öðrum samþættingaraðferðum.

    • Kannaðu möguleikann á margskýja-eða blandaða lausn. Þar sem hægt er að nota einkaský opinbera aðilans.

    • Kostur ef staðlaða lausnin bjóði upp á aðgang að grunnkóða eða hann sé byggður á opnum hugbúnaði. Það veitir meiri stjórn og sveigjanleika.

    • Kannaðu hver framtíðarsýn seljanda sé hugbúnaðinum og berðu saman við framtíðar áform stofnunarinnar.

    Hvenær borgar sig að skoða aðra hugbúnaðarlausnir í stað staðlaðrar lausnar?

    Að ákvarða hvort sé hagkvæmara að kaupa aðra tegund en staðlaða lausn frekar en að nýta staðlaða hugbúnaðarlausn (SaaS) veltur á ýmsum þáttum.

    Það er mikilvægt að vega og meta kosti og galla allra valkosta í ljósi markmiða og þarfa kaupanda.

    Hér eru nokkrir lykilþættir sem gott er að hafa í huga þegar ákveða skal hvort önnur tegund hugbúnaða henti betur en stöðluð lausn (SaaS-hugbúnaður):

    Kostnaður og fjárfesting

    Ef mikil óvissa er fyrir hendi varðandi kostnað hugbúnaðarlausnarinnar, eða leyfisgjöld eru hærri en kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir gæti verið ráðlegt að opna á aðrar tegundir af hugbúnaði og fá verðhugmyndir þar sem allir þættir á borð við, þróun, uppsettningu, þjónustu og fleira er tekin inn í mengið yfir t.d. 3-4 ára tímabil.

    Ef kostnaður við viðbætur eða sérsmíði við staðlaða lausn er mögulega mikill er ráðlegt að skoða aðrar tegundir hugbúnaðar eða brjóta hugbúnaðinn upp og leysa t.d. að hluta með staðlaðri lausn annars vegar og öðrum hugbúnaði hins vegar.

    Mismunandi tegundar greiðslufyrirkomulags

    Þegar þú kaupir hugbúnað, hvort sem um ræðir "hilluvöru" eða staðlaðan hugbúnað (þekkt sem SaaS), eru mismunandi tegundir af greiðslufyrirkomulagi í boði.

    Hvaða fyrirkomulag hentar best fer eftir þörfum- og langtímastefnu opinbera aðilans ásamt eðli hugbúnaðarins. Gæta þarf að því að við útreiking þarf ávalt að taka mið að fjögra ára samning eða skemmri.

    Hér fyrir neðan er farið í mismunandi tegundir af greiðslufyrirkomulagi þegar kemur að stöðlum lausnum. Gott er að hafa á bak við eyrað að í sumum tilfellum, sérstaklega ef þörf á sérsmíði, viðbótum eða séraðlögunum er mikil þá gæti verið ráðlegt að kanna möguleikana á Power Apps eða sérsmíðaðri lausn.

    1. Einnskiptiskaup (Perpetual License)

    Greitt er einu sinni fyrir varanlegan aðgang að hugbúnaðinum. Er áskriftarleið á útleið, þar sem aðrar leiðir hafa tekið við.

    Kostir:

    • Þú eignast hugbúnaðinn og þarft ekki að endurnýja leyfi.

    • Langtímakostnaður getur verið lægri ef hugbúnaðurinn er notaður í mörg ár.

    Gallar:

    • Uppfærslur og stuðningur eru oft ekki innifalin og geta kostað aukalega.

    • Hentar illa ef hugbúnaðurinn þarf ítrekaðar uppfærslur.

    2. Áskriftarlíkan (Subscription Model)

    Greitt er mánaðarlega eða árlega fyrir aðgang að hugbúnaðinum, oftast meðfylgjandi uppfærslum og stuðningi. Sérstaklega vinsæl leið þegar kemur að smáforritum (Öppum) og hugbúnaði þar sem um reglulega notkun er að ræða.

    Kostir:

    • Fastur kostnaður gerir auðveldara að skipuleggja kosnaðinn.

    • Sveigjanlegt og auðvelt að hætta við ef þörf er á.

    Gallar:

    • Getur orðið dýrt til lengri tíma litið.

    • Aðgangi er oftast lokað ef rof verða á greiðslum.

    3. Greiðsla eftir notkun (Pay-as-You-Go)

    Greitt er eftir raunnotkun, til dæmis fjölda notenda, vinnutíma eða vinnslugetu. Vinsæl leið þegar kemur að skýjaþjónustum þar sem notkun er sveiflukennd.

    Kostir:

    • Hentar vel fyrir sveiflukennda notkun.

    • Greitt er einungis fyrir raunverulega notkun.

    Gallar:

    • Kostnaður getur orðið ófyrirsjáanlegur ef notkun eykst skyndilega.

    4. Freemium líkan

    Grunnútgáfa hugbúnaðar er ókeypis en aukagjöld eru tekin fyrir auka fítusa eða viðbótarþjónustu.

    Kostir:

    • Lágur byrjunarkostnaður.

    • Hentar til að “prófa” hugbúnað áður en greitt er fyrir fulla virkni.

    • Hentar er þarfir eru allar leystar með freemium útgáfunni en svo þarf að teka með í reikninginn viðbótar virkni sem hægt er að kaupa.

    Gallar:

    • Takmörkuð virkni í ókeypis útgáfu.

    • Aukakostnaður getur hlaðist hratt upp.

    5. Opinn hugbúnaður með þjónustusamning (SLA)

    Hugbúnaðurinn er ókeypis eða ódýr, en fyrirtæki greiða fyrir þjónustu og sérsniðnar lausnir. Þessi leið er notuð af birgjum sem nýta opinn hugbúnað og sérsníða lausnina að þörfum kaupanda og geta því boðið lægri grunnkostnað.

    Kostir:

    • Sveigjanleiki til að sniða staðlaðan hugbúnað að þörfum kaupanda og byggja því ofaná reynslu annara.

    • Lágur grunnkostnaður.

    Gallar:

    • Krefst tæknilegrar kunnáttu.

    • Þjónusta og auka þróun getur verið kostnaðarsöm.

    6. Leyfisgjald eftir notendum (User/Seat-Based Licensing)

    Greitt er fast gjald fyrir hvern notanda eða vinnustöð sem nýtir hugbúnaðinn.

    Kostir:

    • Auðvelt að reikna heildarkostnað.

    • Hentar vel fyrir stór fyrirtæki með fastan fjölda starfsmanna. (Fer þó eftir hvað hugbúnaðurinn er að leysa og hvert verðið er.

    Gallar:

    • Kostnaður hækkar með fjölda notenda.

    • Takmarkaður sveigjanleiki.

    7. Skýjalausnir með áskrift

    Hugbúnaðurinn keyrir í skýinu og greiðsur fara eftir áskriftarleið.

    Kostir:

    • Ekki þörf á uppsetningu eða viðhaldi á staðnum.

    • Auðvelt aðgengi hvaðan sem er.

    Gallar:

    • Krefst stöðugrar nettengingar.

    • Getur orðið kostnaðarsamt til lengri tíma.

    • Erfitt að bera saman við aðrar áskriftarleiðir þar sem innihaldið er mismunandi.

    Val á réttu fyrirkomulagi

    Við val á réttu fyrirkomulagi þarf að skoða stærð opinbera aðilans, þar sem Freemium líkan hentar oft minni aðilum en t.d. áskriftalíkönin henta stærri aðilum sökum fyrirsjáanlegs kostnaðar og meiri aðlana að þeirra þörfum.

    • Eftir stærð opinbera aðilans.

      • Freemium líkan getur hentað þar sem greiðslur eru eftir notkun eða til að lágmarka byrjunarútgjöld.

      • Þessar fyrirmyndir gera kleift að prófa án langvarandi fjárhagslegrar skuldbindingar.

    • Notkun opinbera aðilans

      • Ef mikil og regluleg notkun er fyrirsjáanleg gætu áskrifta líkönun boðið uppá hagstæðustu kaupin.

      • Ef notkunin eða breytileg gæti borgað sig að greiða eftir notkun.

    • Virkniþarfir

      • Ef staðlaði hugbúnaðurinn uppfylir allar þarfir kaupanda sem freemium líkan þá er vert að skoða þann möguleika.

      • Ef þörf á flóknari kerfum með þróaðri eiginleikum eða aðlögnum er hægt að mæla með að skoða áskriftar líkön þar sem þau veita oftar en ekki fullan aðgang að auka einingum og virkni.

    Til að velja rétta greiðslufyrirkomulag þarf að hafa eftirfarandi atriði á hreinu.

    1. Fjárhagsáætlun:

      Smærri opinberir aðular geta hallast að freemium eða notkunarviðmiðuðu líkani. Stærri aðilar kjósa gjarnan áskriftarlíkön vegna stöðugleika. En það þarf að vera gert ráð fyrir valinu í fjárhagsáætlun opinbera aðilans svo fjármagn sé til staðar.

    2. Notkun:

      Regluleg notkun gerir áskriftarlíkan árangursríkt, á meðan breytileg notkun getur hentað betur fyrir Pay-as-You-Go.

    3. Tæknileg þörf:

      Ef grunnvirkni er nóg, getur Freemium útgáfa dugað. Fyrir fullkomnari virkni hentar áskrift eða opinn hugbúnaður með stuðningssamningi betur.

    Hámörkun arðsemi af greiðsluvalmöguleikum.

    • Fylgjast þarf vel með notkun, þar sem þarfir geta breyst og notkun lausnarinnar getur verið léleg að hún ranglega notkuð.

    • Stjórna þarf og hafa yfirsýn ufir leyfi. Gæta þar að því að leyfanotkunin sé í samræmi við raunverulegar þarfir.

    Þegar kemur að vali á greiðslufyrirkomulagi skiptir máli að horfa til langtímamarkmiða, fjárhagsáætlunar, notkunar- og eðli hugbúnaðarins. Hvort sem val er á freemium, Pay-as-You-Go eða áskriftarlíkani, þá er lykilatriði að tryggja árangur með eftirfyglni og stjórn.