Handbók um notkun lesfimi- og stuðningprófa Matsferils
Þjónustuaðili:
Lesfimiprófið er fyrsta samræmda stöðu- og framvinduprófið sem fer inn í nýtt stafrænt viðmót Matsferils. Þrátt fyrir að notkun prófsins hafi verið og sé valkvæð hefur það að jafnaði verið lagt fyrir um 90% grunnskólanema á landinu enda veitir það mikilvægar upplýsingar um stöðu og þróun lestrarfærni nemenda. Stuðningsprófin, eða orðleysulestur og mat á sjónrænum orðaforða, verða einnig aðgengileg í Matsferli enda eiga niðurstöður þeirra að veita nánari skýringu á stöðu undirstöðuþátta í lestri ef gengi á lesfimiprófi er undir æskilegum mörkum.
Lesfimipróf MMS
Lesfimipróf Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu er staðlað einstaklingspróf sem veitir upplýsingar um stöðu nemanda í lesfimi og sýna framvindu nemenda í lestri. Niðurstöður prófanna eru túlkaðar út frá túlkunarramma sem byggir á þróun lestrarfærni grunnskólanemenda og hversu mikilli færni þeir þurfa að búa yfir til að geta skilið efni texta.
