Handbók um notkun lesfimi- og stuðningprófa Matsferils
Þjónustuaðili:
Lesfimiprófið er fyrsta samræmda stöðu- og framvinduprófið sem fer inn í nýtt stafrænt viðmót Matsferils. Þrátt fyrir að notkun prófsins hafi verið og sé valkvæð hefur það að jafnaði verið lagt fyrir um 90% grunnskólanema á landinu enda veitir það mikilvægar upplýsingar um stöðu og þróun lestrarfærni nemenda. Stuðningsprófin, eða orðleysulestur og mat á sjónrænum orðaforða, verða einnig aðgengileg í Matsferli enda eiga niðurstöður þeirra að veita nánari skýringu á stöðu undirstöðuþátta í lestri ef gengi á lesfimiprófi er undir æskilegum mörkum.
Fyrirlögn lesfimi- og stuðningsprófa
Það er mikilvægt fyrir kennara að kynna sér vel atriðin í undirbúningskafla handbókarinnar til að auka líkur á að fyrirlögnin gangi hratt og snurðulaust fyrir sig. Einnig er minnt á æfingaprófið fyrir lesfimina í Matsferli, sérstaklega fyrir þá kennara sem hafa ekki lagt lesfimiprófið fyrir áður.