Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók ökuprófa

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

9. júlí 2025 -

Gildir frá 01.01.2024

    2. Þjónusta prófa

    Gerðar eru kröfur varðandi innri og ytri aðstæður við framkvæmd prófa.

    Efni kaflans

    2.2.1 Bókleg próf

    Bókleg hóppróf og einstaklingspróf skulu haldin á þeim stöðum sem um getur hér að ofan og eigi sjaldnar en þar er tilgreint. Tímar bóklegra hópprófa skulu fyrirfram ákveðnir og auglýstir. Við val á tímum skal taka mið af þörfum próftaka eftir því sem unnt er innan tímabilsins frá kl. 08 að morgni til kl. 17 síðdegis virka daga. Á þeim stöðum þar sem hámarksbiðtími er ekki tilgreindur skal að jafnaði afgreiða allar bókanir í próf sem borist hafa, 48 tímum áður en próf fer fram.  

    Heimilt að leggja bókleg próf fyrir á fleiri stöðum en hér eru tilgreindir og skal þá tengiliður upplýsa fulltrúa Samgöngustofu um slíkt með að minnsta kosti viku fyrirvara. Ætíð gilda sömu kröfur varðandi prófunaraðstöðu, réttmæti og öryggi. 

    2.2.2 Verkleg próf

    Skjalið segir til um:

    1. hve oft að jafnaði skuli boðið upp á verkleg próf til réttindaflokka á hverjum prófstað

    2. hve langt má líða að jafnaði frá því próf er pantað þar til próf fer fram.