Fara beint í efnið

Handbók ökuprófa

Þjónustuaðili:

Gildir frá 01.01.2024

    Þjónusta prófa

    Gerðar eru kröfur varðandi innri og ytri aðstæður við framkvæmd prófa.

    Þjónusta prófa

    Sá hluti prófsins, þar sem frammistaða próftakans í sérstökum æfingum er metin, getur farið fram á sérstöku æfingasvæði.

    Sá hluti prófsins, þar sem hegðun í umferð er metin, ætti, þar sem því verður við komið, að fara fram á vegum utan byggðra svæða, á þjóðvegum og akvegum (eða áþekkum vegum) og einnig á margs konar götum í þéttbýli (í íbúðarhverfum þar sem hámarkshraði er 30 og 50 km/klst., og á stofnbrautum í þéttbýli) þar sem skilyrði til aksturs geta talist dæmigerð fyrir þá erfiðleika sem geta orðið á vegi ökumanna. Einnig er æskilegt að prófið fari fram við mismikla umferð. Þann tíma, sem er varið til aksturs á vegum, ber að nota eins og framast verður kosið til að meta akstur próftakans í mismunandi tegundum umferðar, sem búast má við að hann eigi eftir að reyna, með sérstakri áherslu á að láta hann skipta milli mismunandi tegunda umferðar.