Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók fyrir námsefnishöfunda

Gæðaviðmið fyrir námsefni og leiðbeiningar um frágang texta og mynda.

Námsgagnasvið

    Leiðbeiningar um frágang texta og mynda

    Leiðbeiningarnar miða að því að tryggja vandaðan, samræmdan og faglegan frágang á námsefni, hvort sem um er að ræða prentað efni eða stafræna birtingu hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Höfundar, ritstjórar og þau sem vinna með texta og myndefni geta stuðst við þessar leiðbeiningar til að auðvelda alla vinnslu, frá ritun til hönnunar og útgáfu.

    Farið er yfir helstu atriði sem varða innslátt texta, uppsetningu mynda og annað sem hefur áhrif á útlit og framsetningu efnis. Með því að fylgja þessum leiðbeiningum verður efnið faglegra, aðgengilegra og einfaldara í hönnun og umbroti – sem flýtir fyrir ferlinu frá hugmynd að útgefnu efni.

    Vistun sem PDF

    Skjal skal vista sem PDF með réttum stillingum.

    Mikilvægt er að nota viðeigandi stillingar þegar PDF-skráin er vistuð úr umbrotsforriti.

    Litastillingar fyrir prentun

    Frá árinu 2009 hefur íslenskur prentiðnaður notað RGB-myndvinnsluferli við frágang gagna.

    Nauðsynlegt er að vista „job options“ sem eru skilgreind í Adobe-forritum.

    Notuð skal SI_PDF_Prentun_3.joboptions, sem má nálgast á vef Iðunnar.

    Stillingar skjals

    Skjal skal skilgreina í réttri síðustærð með skurðarmerkjum og blæðingu, ef við á.

    Ekki vista í opnum.

    Letur og litir

    Svart letur skal hafa stillinguna „overprint on“, þar sem það á við.

    Lokaeftirlit í Acrobat Pro

    Athuga skal PDF-skjalið í Acrobat Pro áður en það er sent í framleiðslu:

    • Opna Acrobat Pro.

    • Fara í Advanced → Print Production → Output Preview.

    • Ganga úr skugga um að litaskilgreiningar séu réttar:

      • Aðeins CMYK-litir skulu sjást, nema um sérstaka Pantone-litaprentun sé að ræða.