Handbók fyrir námsefnishöfunda
Þjónustuaðili:
Gæðaviðmið fyrir námsefni og leiðbeiningar um frágang texta og mynda.
Námsgagnasvið
Gæðaviðmið fyrir námsefni
Gæðaviðmiðin eru sett fram til að styðja við höfunda, ritstjóra og aðra sem koma að gerð námsefnis fyrir íslenskt skólakerfi. Þau byggja á gildandi lögum um námsgögn, aðalnámskrá grunnskóla og menntastefnu til ársins 2030. Viðmiðin ná yfir allt ferlið frá hugmyndavinnu að fullbúnu námsefni og eru flokkuð í þrjá flokka: kennslufræðileg og fagleg atriði, efnistök og skipulag og svo framsetning og miðlun. Með því að fylgja þessum viðmiðum aukast líkur á að námsefnið verði hágæða, aðlaðandi og í samræmi við settar kröfur.
Viðmiðin eru flokkuð í þrjá meginflokka:
Kennslufræðileg og fagleg atriði
Efnistök og skipulag
Framsetning og miðlun
Í hverjum flokki eru 3–4 gæðaviðmið, lýsing á þeim og matskvarði. Þannig er hægt að meta efnið með markvissum hætti og sjá hvar styrkleikar liggja og hvar bæta má úr.
Efni kaflans
Námsefnið skal vandað í framsetningu, skipulega framsett og miðlað á fjölbreyttan hátt. Texti, myndefni og verkefni eiga að styðja hvert annað og höfða til nemenda í samræmi við aldur og þekkingarstig þeirra. Rafrænt viðbótarefni (ef við á) skal einnig efla skilning og gera námið aðgengilegra.
3.1 Áhugahvetjandi og aðlaðandi framsetning
GÆÐAVIÐMIÐ: Námsefnið er áhugahvetjandi, aðlaðandi og styður við jákvætt viðhorf nemenda til náms. Nánari útskýring á kröfu: Námsefnið er framsett á þann hátt að það vekur áhuga og forvitni nemenda. Það gefur nemendum tækifæri til að nálgast viðfangsefnið á margvíslegan hátt út frá ólíkum áhugasviðum og stuðlar að virkri þátttöku þeirra í náminu. Myndræn útfærsla (s.s. uppsetning og notkun mynda) styður vel við innihald efnisins og gerir námið aðgengilegra.
Áhugahvetjandi námsefni auðveldar nemendum að tileinka sér nýja þekkingu og færni. Rannsóknir sýna að áhugi nemenda hefur jákvæð áhrif á lesskilning og því mikilvægt að efnið sé hvetjandi, sjónrænt aðlaðandi og framsett á fjölbreyttan hátt sem styður við hæfniviðmið og grunnþætti menntunar. Einnig skiptir máli að samræmi sé í framsetningu efnisins (stíll, letur, litir, notkun mynda, uppsetning verkefna o.s.frv.) svo það sé notendavænt og faglegt.
Matskvarði | Lýsing á matskvarða |
1 „Ófullnægjandi“ Efnið er ekki áhugahvetjandi, takmarkar þátttöku nemenda og hefur litla sjónræna eða fjölbreytta framsetningu. | |
2 „Sæmilega“ Efnið er að hluta áhugahvetjandi en skortir fjölbreytni í framsetningu eða er ekki nægilega aðlaðandi. | |
3 „Vel“ Efnið er áhugahvetjandi, gefur nemendum möguleika á mismunandi nálgunum og er sjónrænt aðgengilegt. | |
4 „Mjög vel“ Efnið er mjög áhugahvetjandi, vekur forvitni, nýtir fjölbreytta framsetningu og styður jákvætt viðhorf til náms. |
3.2 Nemendamiðað nám / Markhópur
GÆÐAVIÐMIÐ: Námsefnið er sniðið að þörfum og hæfni markhópsins. Nánari útskýring á kröfu: Námsefnið er viðeigandi miðað við aldur, þekkingu og færni nemenda sem eiga að nota það. Efnið tekur mið af mismunandi námsþörfum innan markhópsins (t.d. býður það upp á viðbótarstuðning eða áskoranir eftir þörfum) og er aðgengilegt öllum nemendum, óháð bakgrunni eða fyrri þekkingu. Með öðrum orðum er námsefnið sveigjanlegt og gerir ráð fyrir fjölbreytileika nemendahópsins.
Matskvarði | Lýsing á matskvarða |
1 „Ófullnægjandi“ Efnið er alls ekki sniðið að markhópnum og þarfnast verulegra endurbóta. | |
2 „Sæmilega“ Efnið hentar markhópnum að hluta til en þarfnast endurbóta. | |
3 „Vel“ Efnið er almennt viðeigandi fyrir markhópinn en þarf einhverja aðlögun. | |
4 „Mjög vel“ Efnið mætir þörfum og hæfni markhópsins. Það er mjög nemendamiðað, kemur til móts við ólíkar námsþarfir og nær til allra nemenda í markhópnum. |
3.3 Útlit og frágangur
GÆÐAVIÐMIÐ: Efnið er faglega sett fram með góðu útliti og vönduðum frágangi. Nánari útskýring á kröfu: Útlit og frágangur námsefnisins er í samræmi við fagleg viðmið. Efnið er skipulega uppsett, með skýru leturvali, góðri og viðeigandi notkun mynda/greiningar og samræmdri hönnun. Þessi sjónrænu atriði auðvelda lestur, auka skilning og gera námsefnið aðlaðandi. Faglegt útlit og frágangur eykur einnig trúverðugleika efnisins og gerir notendum kleift að einbeita sér að innihaldinu án truflunar.
Matskvarði | Lýsing á matskvarða |
1 „Ófullnægjandi“ Efnið hefur slæmt útlit og frágang. | |
2 „Sæmilega“ Efnið hefur ófullnægjandi útlit eða er illa uppsett. | |
3 „Vel“ Efnið hefur gott útlit en suma sjónræna þætti mætti bæta. | |
4 „Mjög vel“ Efnið er faglegt útlits og vel framsett með myndrænum og sjónrænum þáttum. |
3.4 Fjölbreytt miðlun
GÆÐAVIÐMIÐ: Efnið býður upp á fjölbreytta nálgun og miðlun. Nánari útskýring á kröfu: Námsefninu er miðlað með margvíslegum hætti, t.d. með texta, myndefni, hljóði, myndböndum og/eða gagnvirkum þáttum. Fjölbreytt miðlun tryggir að námsefnið nái til sem flestra nemenda með ólíka styrkleika og áhugasvið. Með blöndu ólíkra miðla verður námið lifandi og nemendur fá fleiri en eina leið til að nálgast og skilja efnið.
Matskvarði | Lýsing á matskvarða |
1 „Ófullnægjandi“ Efnið býður ekki upp á neina fjölbreytni í miðlun. Það notast nær eingöngu við einn miðil (t.d. bara texta) og nær því illa til nemenda með ólíkar þarfir. | |
2 „Sæmilega“ Efnið býður upp á nokkra fjölbreytni í miðlun (t.d. texta og myndefni) en nýtir ekki að fullu þá möguleika sem mismunandi miðlar bjóða upp á. Sumir nemendur fá því ekki nægilegt val eða fjölbreyttar leiðir til að læra efnið. | |
3 „Vel“ Efnið er fjölbreytt í miðlun. Það notar marga mismunandi miðla (texta, myndir, hljóð o.s.frv.) til að koma efninu til skila og nær þannig til flestra nemenda. | |
4 „Mjög vel“ Efnið nýtir fjölbreytta miðlun afar vel. Texti, myndir, hljóð, myndbönd og/eða gagnvirkni vinna saman í vel útfærðri heild til að hámarka skilning og áhuga allra nemenda. Ólíkir nemendur geta valið mismunandi leiðir til að tileinka sér efnið og allir fá jafnt tækifæri til náms. |