Fara beint í efnið

Handbók farsældar - innleiðing farsældarlaganna á landsvísu

Auk þessarar rafrænu útgáfu er einnig til PDF útgáfa af handbókinni.

    Stuðningur við innleiðingu farsældarlaga

    Farsældarsvið Barna- og fjölskyldustofu

    Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) er leiðandi aðili í innleiðingu farsældarlaganna. Hlutverk BOFS er meðal annars að samræma vinnubrögð og styðja við samtal ólíkra aðila frá mismunandi stofnunum sem allar eiga það sameiginlegt að sinna þjónustu við börn. Samkvæmt farsældarlögunum eru verkefni BOFS við samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna meðal annars:

    1. Stuðningur við samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, m.a. útgáfa leiðbeininga, gátlista og annars stuðningsefnis um samþættingu fyrir þá sem veita þjónustu í þágu farsældar barna, sem og útgáfa staðlaðra eyðublaða og upplýsinga til notenda þjónustunnar.

    2. Reglubundin fræðsla um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna til þeirra sem koma að samþættingunni.

    3. Ráðgjöf við tengiliði, málstjóra og stuðningsteymi, m.a. aðstoð við vinnslu einstakra mála.

    4. Að ákvarða tilgang og aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga á grundvelli 15. gr. og V. kafla.

    5. Önnur verkefni sem þjóna markmiðum farsældarlaga samkvæmt ákvörðun ráðherra.

    Á farsældarsviði BOFS starfa sérfræðingar sem veita aðstoð og ráðgjöf vegna innleiðingar farsældarlaganna ásamt ráðgjöf vegna vinnslu einstakra mála. Ef spurningar vakna er fólk hvatt til að hafa samband með tölvupósti farsaeld@bofs.is eða í síma 530 2600.

    Farsældarsvið BOFS