Góð ráð fyrir eldra fólk
Til eru margar leiðir í dag til að auðvelda sér hin ýmsu verkefni daglegs lífs. Tækni fleygir fram og mikilvægt að þau sem eldast leggi sig fram um að fylgjast með.
Heimilisstörfin
Innkaup: Margar verslanir og þjónustuaðilar bjóða innkaup á matvælum á netinu með heimsendingu. Þessir aðilar dreifa flestir líka utan höfuðborgarsvæðisins.
Tilbúinn matur: Flestir skyndibitastaðir og mörg veitingahús bjóða möguleika á að fá mat heimsendan. Þá eru nokkrir aðilar sem bjóða hráefni mælt og tilbúið ásamt uppskriftum.
Lítil hjálpartæki: Hægt er að kaupa ýmis lítil hjálpartæki (sjá hjálpartæki og tengla þar) sem auðvelda heimilisstörfin, til dæmis að opna krukkur og flöskur sem lúnar hendur ráða ekki lengur við.
Ryksuguvélmenni: Gólfþrif eru mörgum erfið og er því tilvalið að kanna hvort ryksuguvélmenni henti. Hægt er fá þau í mörgum verðflokkum.
Heimilisþvottur: Hægt er að setja heimilisþvott, til dæmis stóru stykkin, í þvottahús. Sum bjóðast til að sækja óhreinan þvott heim og skila honum til baka á heimilið.
Spam helluborð: Ýmsar hættur leynast á heimilum, sérstaklega hjá þeim sem eru farnir að tapa færni. Mælt er með spam helluborðum sem slökkva á sér sjálf ef það gleymist eða ef pottur er tekinn af hellunni án þess að slökkva.
Ýmis hjálpartæki
Ýmis hjálpartæki geta auðveldað persónulega umhirðu og ferðir innan húss og utan. Hér eru nokkur dæmi:
Skolsetur: Skolsetur auðvelda þrif eftir salernisferðir. Þær eru tengdar við vatn og margar þurrka líka með blæstri.
Sturtustólar og handföng við baðkar eða sturtu: Sturtustólar og handföng við baðkar eða sturtu eru gagnleg hjálpartæki við böðun.
Stuðningsstangir: Stuðningsstangir við rúm geta auðveldað fólki að fara í og upp úr rúmi.
Rafskutlur: Rafskutlur eru gott hjálpartæki til að komast um utanhúss, bæði til að viðra sig, gera innkaup og komast á kaffihús.
Gott er að skoða upplýsingar um að búa heima með stuðningi, hjálpartæki.
Heilsufar
Hvernig er staðan? Á Heilsuveru er að finna skemmtilegt próf sem metur heilsufarslega stöðu einstaklinga.
Svefnþörf: Mikilvægi svefns er ekki ofmetið. Hér má sjá töflu sem sýnir svefnþörf eftir aldri.
Svefn: Hér má finna góð ráð til þeirra sem vilja bæta svefninn.
Viltu breyta venjum: Erfitt getur verið að breyta gömlum venjum til dæmis þegar ætlunin er að taka í gegn hreyfingu og mataræði. Hér eru góð ráð til þess.
Einsemd: Einsemd meðal eldra fólks er of algeng. Hér eru nokkur ráð sem vert er að skoða.
Rafrænt umboð í Heilsuveru, vegna afhendingar lyfja í apóteki. Hægt er að veita öðrum umboð til að sækja fyrir sig lyf. Umboð er skráð í Heilsuveru undir lyfjakaflanum. Þegar það hefur verið skráð í Heilsuveru gildir það í öllum apótekum landsins.
Annað
Hljóðbækur: Sjón versnar oft með hækkandi aldri. Þá er tilvalið að hlusta á hljóðbækur. Þær bjóðast víða bæði á almenningsbókasöfnum, hjá útgáfufyrirtækjum og hljóðbókasafni Íslands.
Nafnskírteini: Gott getur verið að fá sér nafnskírteini, til að vera með skilríki ef og þá þegar ökuskírteini og vegabréf er ekki lengur í gildi. Hér er hægt að sækja um nafnskírteini.
Rafræn skilríki: Þjónusta er veitt meira og meira með stafrænum hætti og þá þarf rafræn skilríki. Rafræn skilríki eru einföld og þægileg persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum heimi. Þau létta okkur lífið, spara sporin og eru einföld í notkun. Nánari upplýsingar um rafræn skilríki.
Netsvik: Netsvik er mun algengari en fólk grunar og sífellt koma fram nýjar aðferðir. Landsamband eldri borgara hvetur til varkárni á vefnum.
Ofbeldi: Ofbeldi á aldrei að líðast. Oft getur staðan verið viðkvæm, ekki síst hjá eldra fólki sem búið hefur saman lengi. Hér er umfjöllun fyrir þá sem hafa áhyggjur af vini í slíkri stöðu.
Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og er markmið þeirra að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu. Þeir hafa vakið athygli á að þeir veita nú þessa þjónustu líka fyrir þolendur á Vesturlandi og Vestfjörðum. Upplýsingar um Bjarkahlíð.
Örugg efri ár: Slysahættur leynast víða og slys hjá eldra fólki hafa oft alvarlegri afleiðingar en hjá þeim yngri. Landsamband eldri borgara, slysafélagið Landsbjörg og öryggisakademían hafa gefið út bækling um Örugg efri ár og hvar og hvernig megi koma í veg fyrir slys hjá eldra fólki.