Fara beint í efnið

Fuglainflúensa

  • Inflúensuveirur sem sýkja dýr eru ekki sömu veirur og valda árstíðabundinni inflúensusýkingu hjá fólki. Dýrainflúensuveirur eru súnur, en súnur eru sýklar sem geta borist milli dýra og fólks, með beinum eða óbeinum hætti. Fólk sem smitast af dýrainflúensu getur fengið mismikil sjúkdómseinkenni. Veikindi geta verið væg, eða alvarleg og jafnvel leitt til dauða.

  • Sýkingar hjá fólki af völdum dýrainflúensuveira eru sjaldgæfar og orsakast oftast af beinni snertingu fólks við sýkt dýr, hræ dýra eða mengað umhverfi. Ekkert bendir til að þær dýrainflúensuveirur sem nú eru í dreifingu á milli dýra berist manna á milli.

  • Nauðsynlegt er að vakta hugsanleg smit hjá fólki af völdum dýrainflúensuveira og rannsaka nánar ef grunur vaknar en einkenni geta verið óvanaleg. Það þarf að fá faraldsfræðilegar upplýsingar varðandi nálægð eða snertingu við dýr og ferðalög og, ef ástæða er til, grípa til aðgerða til verndar heilsu almennings.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis