Umsagnir svæðisráða um framkomnar athugasemdir við lýsingu
Lýsingar fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum og Vestfjörðum voru auglýstar 7. maí og jafnframt kynntar á opnum kynningarfundum sem streymt var á Facebooksíðu Skipulagsstofnunar. Svæðisráðin hafa unnið samantekt af skriflegum athugasemdum sem bárust á kynningartíma og umsögn svæðisráðanna um þær.