14. ágúst 2020
14. ágúst 2020
Athugasemdir við tillögu Hafrannsóknastofnunar að eldissvæðum vegna fiskeldis í Arnarfirði
Skipulagsstofnun auglýsti þann 3. júlí tillögu Hafrannsóknastofnunar að eldissvæðum vegna fiskeldis í Arnarfirði í samræmi við 4. gr. a í lögum um fiskeldi. Kynningartími var til 7. ágúst síðastliðin.
Með kynningu tillögunnar gafst stjórnvöldum aðliggjandi sveitarfélaga og þeim sem búa yfir þekkingu á náttúrufari og nýtingu á svæðinu tækifæri til að koma á framfæri upplýsingum um aðstæður og starfsemi á svæðinu sem mikilvægt er að hafa í huga, áður en ákvörðun er tekin um afmörkun eldissvæðis. Kynningargögn og nánari upplýsingar.
Skipulagsstofnun vinnur nú að umsögn til Hafrannsóknarstofnunar þar sem gerð verður grein fyrir þeim athugasemdum sem bárust á kynningartímanum.