14. apríl 2020
14. apríl 2020
Ný reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags.
Reglugerðin er sett á grundvelli laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða, en lögin mæla fyrir um gerð strandsvæðisskipulags fyrir afmörkuð svæði á fjörðum og flóum utan staðarmarka sveitarfélaga. Í strandsvæðisskipulagi er sett fram stefna um framtíðarnýtingu og vernd svæðisins. Sérstakt svæðisráð ber ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulags á hverju svæði en Skipulagsstofnun annast gerð skipulagsins í umboði viðkomandi svæðisráðs. Reglugerðin útfærir nánar starf svæðisráða og aðkomu aðila sem skilgreindir eru í lögum um skipulag haf- og strandsvæða, ásamt því að útfæra nánar áherslur við gerð strandsvæðisskipulags.
Drög að reglugerðinni höfðu áður verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda.
Reglugerð nr. 330/2020 um gerð strandsvæðisskipulags.