Eins og kunnugt er þá er faraldur af völdum SARS-CoV-2 veirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19, í uppsiglingu. Margt er enn á huldu varðandi hegðun veirunnar en ljóst er að hún hefur breiðst hratt út um Evrópu síðastliðna fáeina daga, einkum á Ítalíu en það er einnig er fjölgun tilfella í öðrum löndum. Þann 1. mars voru staðfest 1520 smit í 23 löndum Evrópu og hefur smitum Í Evrópu fjölgað um 400 milli daga.