Ísland tekur þátt í samevrópsku tilraunaverkefni með rafræn auðkennaveski
Samstarfshópur þeirra landa í Evrópu sem hafa hvað mesta reynslu á sviði stafrænnar auðkenningar kynntu um miðjan september tillögu sína um að setja af stað umfangsmikið tilraunaverkefni sem samrýmist markmiðum áætlunar Framkvæmdastjórnar ESB um rafræn auðkennaveski (e. digital identity wallet).