Í framhaldi af innleiðingu nýs stjórnskipulags sem kynnt var í vor auglýsti Sjúkrahúsið á Akureyri stöður framkvæmdastjóra lækninga, framkvæmdastjóra klínískrar þjónustu, framkvæmdastjóra rekstrar og klínískrar stoðþjónustu og stöðu fjármálastjóra. Ráðningarstofan Mögnum fór með ráðgjöf og úrvinnslu ráðninganna fyrir hönd sjúkrahússins.