Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
9. júlí 2020
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stuðningslán á Ísland.is. Stuðningslán eru hluti af viðspyrnuaðgerðum stjórnvalda og er ætlað að styðja við smærri og meðalstór fyrirtæki sem orðið hafa fyrir miklu tekjufalli.
Mikil ásókn hefur verið í að sækja Ferðagjöfina en nú fyrstu vikuna hafa þegar um 35 þúsund manns sótt sína Ferðagjöf á Ísland.is. Enn eru ferðaþjónustufyrirtæki að bætast við en þegar eru 628 fyrirtæki skráð til leiks og þau er að finna um land allt. Markmiðið er að styðja við íslenska ferðaþjónustu og hvetja Íslendinga til að ferðast um innanlands og njóta þess sem landið hefur uppá að bjóða. Þegar hafa 2940 nýtt sér sína Ferðagjöf.
1. júlí 2020
Allir einstaklingar, með lögheimili á Íslandi, fæddir 2002 og fyrr fá Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr.