Fara beint í efnið

Loftbrú - verkefnasaga

Verkefnið Loftbrú er samstarf Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytis og Vegagerðarinnar en útfært af Ísland.is með þátttöku flugfélaga í innanlandsflugi.

Svæði sem falla undir Loftbrú

Um verkefnið:

Loftbrú veitir 40% afslátt af heildar­fargjaldi fyrir allar áætlunar­leiðir innan­lands til og frá höfuð­borgar­svæðinu fyrir notendur innan skilgreindar fjarlægðar frá höfuðborginni. Fullur afsláttur er veittur hvort sem valið er afsláttar­fargjald eða fullt far­gjald. Hver einstaklingur getur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir). Út árið 2020 gilda afsláttar­kjörin fyrir eina ferð til og frá Reykjavík.

Áskorun:

Helsta áskorun verkefnisins var að samræma vinnu teymis Ísland.is og flugfélaga en útfæra þurfti vefþjónustur fyrir flugfélög til að kalla á upplýsingar fyrir bókunarafslátt. Tíminn var afar stuttur og var tæknileg þróun því unnin samhliða greiningum og gerð notendaskilmála. Gæta þurfti þess að uppfylla persónuvernd en verkefnið gengur út á útgefinn einstaklingskóði sem notendur nálgast á Ísland.is er nýttur í bókunarvél flugfélags.

Ávinningur:

Ávinningur verkefnisins er að framkvæma áætlun stjórnvalda um að styrkja þá sem búa fjarri höfuðborginni til að fljúga til og frá höfuðborgarsvæðinu 3 svar sinnum á ári.

Nánar um verkefnið:

Birt

1. júlí 2020