Jóhanna Ósk Baldvinsdóttir hefur tekið við nýju starfi hjá TR sem umboðsmaður viðskiptavina. Meginhlutverk umboðsmanns felst í að leiðbeina viðskiptavinum í meðferð mála hjá stofnuninni og aðstoða þau sem telja sig ekki hafa fengið efnislega umfjöllun eða úrlausnir í samræmi við gildandi lög og reglur.