9. janúar 2023
9. janúar 2023
Þekkir þú leyninúmerið þitt?
Fræðslumyndband um leyninúmer TR hefur verið birt á tr.is. Nauðsynlegt er að gefa upp leyninúmer sem birt er á Mínum síðum TR þegar einstaklingar leita eftir upplýsingum í síma um sín persónulegu mál hjá TR.
Fræðslumyndband um leyninúmer TR hefur verið birt á tr.is.
Nauðsynlegt er að gefa upp leyninúmer sem birt er á Mínum síðum TR þegar einstaklingar leita eftir upplýsingum í síma um sín persónulegu mál hjá TR. Í þessu stutta myndbandi er útskýrt í einföldu myndmáli, tali og rituðum skýringartexta hvar leyninúmerið er að finna á Mínum síðum TR. Myndbandið er gefið út með rituðum texta á ensku og pólsku auk íslensku.