Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

3. október 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Vöktun á lekanda, klamydíu og sárasótt – nýtt mælaborð sóttvarnalæknis

Vegna aukinnar tíðni kynsjúkdóma hér á landi og víðar, sér í lagi lekanda og sárasótt, hefur sóttvarnalæknir nú birt gagnvirkt mælaborð með tölulegum upplýsingum um lekanda, klamydíu og sárasótt til þess að auka aðgengi að þessum gögnum.

Upplýsingar sem birtast í mælaborðinu byggja á gögnum úr smitsjúkdómaskrá sem eiga uppruna sinn á rannsóknarstofum. Fyrirhugað er að uppfæra mælaborðið í upphafi hvers ársfjórðungs.

Sóttvarnalæknir