Fara beint í efnið

28. apríl 2022

Viðtalstímar fyrir umsækjendur um vernd

Viðtalstímar hafa verið færðir úr Bæjarhrauni 18 í búsetuúrræði umsækjenda.

Hótel Hraun

Vegna flutnings móttökumiðstöðvar fyrir umsækjendur um vernd og fjölgunar umsækjenda hafa orðið breytingar á viðtalstímum fyrir umsækjendur um vernd í þjónustu Útlendingastofnunar.

Afgreiðslunni á Bæjarhrauni 18 hefur verið lokað og viðtalstímar færðir í búsetuúrræðin. Hér að neðan eru upplýsingar um hvar og hvenær viðtalstímarnir eru og fyrir hverja.

  • Hótel Hraun (Reykjavíkurvegi 72 í Hafnarfirði): Opnir viðtalstímar mánudaga til fimmtudaga milli kl. 9 og 11.

    • Fyrir umsækjendur sem dvelja í búsetuúrræðum Útlendingastofnunar að Bæjarhrauni 16, Hótel Völlum, Hótel Hrauni, Trönuhrauni 10 og Grensásvegi.

    • Einnig fyrir umsækjendur um vernd sem dvelja í húsnæði á eigin vegum.

  • Hótel Saga: Opnir viðtalstímar mánudaga til fimmtudaga milli kl. 9 og 11.

    • Fyrir umsækjendur sem dvelja á Hótel Sögu.

  • Suðurbraut 760: Opnir viðtalstímar mánudaga til fimmtudaga milli kl. 9 og 11.

    • Fyrir umsækjendur sem dvelja á Lindarbraut og Suðurbraut.

Dvalarleyfiskort

Dvalarleyfiskort eru afgreidd út frá Hótel Hrauni. Reynt er að afhenda handhöfum kortin í úrræðum sínum ef hægt er. Takist það ekki fær fólk sms með tilkynningu um að kortið sé tilbúið til afhendingar á Hótel Hrauni.

Móttaka annarra umsókna

Umsóknir um atvinnuleyfi, bráðabirgðaatvinnuleyfi, fjölskyldusameiningar, ferðaskírteini fyrir flóttamenn og vegabréf fyrir útlendinga þarf nú að leggja fram á Dalvegi 18 í Kópavogi.

Umsóknirnar þarf að leggja fram á pappírsformi. Hægt er að senda þær með bréfpósti eða skila í þar til gerðan skilakassa í anddyri Útlendingastofnunar að Dalvegi 18. Athugið að einnig er hægt að leggja inn umsóknir hjá embættum sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.

Þegar ferðaskilríki er tilbúið fá umsækjendur sms með upplýsingum um hvert það skuli sótt.