25. október 2023
25. október 2023
Umsóknir í Lýðheilsusjóð 2024
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð 2024 og er frestur til að sækja um styrki til 15. nóvember 2023
Hlutverk Lýðheilsusjóðs er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Styrkir eru veittir til verkefna og afmarkaðra hagnýtra rannsókna.
Áherslur við styrkveitingu fyrir árið 2024 verða eftirfarandi:
Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu
Aðgerðir sem miða að því að efla félagsfærni
Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði, svefni og hreyfingu
Áfengis, vímu- og tóbaksvarnir
Verkefni sem tengjast kynheilbrigði
Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu
Aðgerðir sem stuðla að jafnvægi þéttbýlis og dreifbýlis
Við úthlutun verður tekið mið af eftirfarandi stefnum:
Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi
Stjórnarsáttmála um bætta lýðheilsu, aukna velsæld og jafnt aðgengi
Verkefni sem uppfylla eftirtalin skilyrði hafa forgang:
Verkefni sem unnin eru í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila í samfélaginu
Verkefni með eigin fjármögnun og/eða annað mótframlag
Verkefni sem ekki eru unnin eingöngu af stofnunum á föstum fjárlögum
Verkefnin eiga að byggja á faglegum grunni og hafa raunhæf og skýr markmið.
Gera þarf grein fyrir því hvernig árangur verkefnis verður metinn og skal skila framvinduskýrslu að verkefni loknu.
Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja tímanlega um til þess að minnka álag á umsóknarkerfið síðustu dagana áður en umsóknarfresti lýkur. Þá er einnig gott að gefa sér nægan tíma til þess að ganga frá umsókn þannig að allar upplýsingar og fylgiskjöl séu til staðar.