Fara beint í efnið

8. desember 2022

Talnabrunnur er kominn út

Nýverið kom út skýrsla frá Euro-Peristat um heilsu og líðan nýbura og mæðra þeirra í Evrópu. Fjallað er um skýrsluna í Talnabrunni.

Landlæknir logo

Nýverið kom út skýrsla frá Euro-Peristat um heilsu og líðan nýbura og mæðra þeirra í Evrópulöndum. Um er að ræða samstarfsverkefni sem hefur það að markmiði að safna og birta samanburðarhæfar upplýsingar um þætti tengda meðgöngu, fæðingu og nýburaheilsu. Þegar á heildina er litið stendur Ísland nokkuð vel hvað þessa þætti varðar. Nánar er fjallað um stöðu Íslands í samanburði við önnur Evrópulönd í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis um heilbrigðisupplýsingar.

Höfundar efnis eru Védís Helga Eiríksdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir og Helga Sól Ólafsdóttir.

Lesa nánar: Talnabrunnur, 16. árgangur. 10. tölublað. Nóvember 2022.