Fara beint í efnið

12. maí 2022

Rafræn endurnýjun dvalarleyfa

Umsóknir um endurnýjun dvalarleyfa er nú hægt að senda Útlendingastofnun með rafrænum hætti í gegnum vef island.is

Endurnýjun

Rafræn umsókn um endurnýjun er annað stóra skrefið í stafrænni vegferð Útlendingastofnunar á eftir rafrænni umsókn um íslenskan ríkisborgararétt.

„Rafræn umsókn um endurnýjun dvalarleyfis er mikilvægur áfangi á leið Útlendingastofnunar að innleiðingu rafrænna og stafrænna lausna við móttöku og afgreiðslu umsókna sem og í samskiptum við umsækjendur. Markmiðið með þeirri vinnu er að bæta þjónustu stofnunarinnar, auka skilvirkni og spara umsækjendum sporin“ segir Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar.

Umsækjendur þurfa að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum til að opna umsóknina en leiðbeiningar fyrir umsækjendur er að finna hér: Endurnýjun dvalarleyfis