17. apríl 2024
17. apríl 2024
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um strandveiðileyfi
Strandveiðar hefjast fimmtudaginn 2. maí næst komandi.
Reglugerð um strandveiðar gildir um veiðarnar.
Umsóknarferlið:
Einstaklingur sem er skráður útgerðaraðili eða prókúruhafi útgerðaraðila getur sótt um strandveiðileyfi í gegnum stafræna umsóknagátt á Ísland.is með rafrænum skilríkjum.
Greitt er fyrir leyfið í umsóknarferlinu.
Hægt er að velja upphafs dagsetningu leyfisins.
Veitt leyfi eru send í stafrænt pósthólf viðkomandi á Ísland.is.
Mikilvægt er að klára umsóknarferlið með því að ýta á Áfram eftir að greitt hefur verið fyrir leyfið, sjá mynd.
Áður en haldið er til strandveiða þarf að kanna hvort leyfið hafi borist í stafrænt pósthólf.
Afgreiðsla strandveiðileyfis getur tafist ef opinberar upplýsingar eru misvísandi eða sýna ekki fram á eignarhald allra þeirra aðila sem eiga eða gera út skip. Fiskistofa mun þurfa taka þær umsóknir til sérstakrar skoðunar með tilheyrandi gagnaöflun.
Hægt er að lesa sér til um strandveiðar hér á síðunni en einnig er hægt að senda fyrirspurnir og erindi á fiskistofa@fiskistofa.is. Mikið álag er á stofnuninni í upphafi strandveiðivertíðar og beinum við því til aðila að senda frekar póst en að hringja.
Umsóknir sem ekki fara í gegnum stafræna umsóknargátt á Ísland.is getur tekið allt að fjóra virka daga.
Fyrirspurnir um skil aflaupplýsinga skal senda á netfangið: afladagbok@fiskistofa.is.