Fara beint í efnið

12. apríl 2021

Loftbrú mikil búbót fyrir landsbyggðina

Fjöldi fólks hefur nýtt sér afsláttarkjör Loftbrúar frá því verkefnið fór í loftið í september í fyrra enda mikil búbót fyrir fólk á landsbyggðinni.

Loftbrú_notkun

Markmið Loftbrúar er að bæta aðgengi landsbyggðar að miðlægri þjónustu í höfuðborginni með lægri flugfargjöldum.

Mikill fjöldi hefur nýtt sér afsláttarkjörin frá því verkefnið fór í loftið enda um 40% afslátt af heildarflugfargjaldi að ræða. Þessi kjör hafa skilað sér beint til notenda en hátt í 15 þúsund einstaklingar hafa nýtt sér afsláttarkjör Loftbrúar. Þegar horft er til aldursdreifingar þá er nýtingin áberandi mest í aldurshópnum 20-24 ára. Þá eru áberandi fleiri konur sem nýta sér úrræðið en hlutfallið er um 60/40.

Loftbrú veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Fullur afsláttur er veittur hvort sem valið er afsláttarfargjald eða fullt fargjald. Hver einstaklingur getur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir). 

Vegagerðin er þjónustuaðili Loftbrúar.

Nánar um Loftbrú á Ísland.is.

Fréttatilkynning um Loftbrú frá september 2020.