11. október 2022
11. október 2022
Gæði þjónustu á hjúkrunarheimilum
Á heimasíðu embættisins landlæknis hefur nú verið birt gagnvirkt mælaborð með niðurstöðum InterRAI gæðavísa sem notaðir eru til að fylgjast með gæðum heilbrigðisþjónustunnar á hjúkrunarheimilum. InterRAI gæðavísar byggja á InterRai matstæki sem er yfirgripsmikið matstæki sem metur hjúkrunarþarfir og heilsufar íbúa á hjúkrunarheimilum. Gögnin eru vistuð í InterRai gagnagrunni sem er á ábyrgð embættis landlæknis.
Á heimasíðu embættisins landlæknis hefur nú verið birt gagnvirkt mælaborð með niðurstöðum InterRAI gæðavísa sem notaðir eru til að fylgjast með gæðum heilbrigðisþjónustunnar á hjúkrunarheimilum. InterRAI gæðavísar byggja á InterRai matstæki sem er yfirgripsmikið matstæki sem metur hjúkrunarþarfir og heilsufar íbúa á hjúkrunarheimilum. Gögnin eru vistuð í InterRai gagnagrunni sem er á ábyrgð embættis landlæknis.
Tilgangurinn með mælaborðinu er að gera niðurstöður gæðavísanna sýnilegar þannig að notendur heilbrigðisþjónustunnar, stjórnvöld, stjórnendur heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstarfsmenn geti metið gæði þjónustunnar og tekið ákvarðanir á faglegum og upplýstum grundvelli. Enn fremur er markmið að veita heilbrigðisstarfsmönnum og heilbrigðisstofnunum aðhald, auka gæðavitund, skapa samkeppni á milli þeirra um árangur og gæði og stuðla þannig að umbótum innan heilbrigðisþjónustunnar líkt og fram kemur í Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030.
Hafa þarf í huga að gæðavísar eru fyrst og fremst vísbendingar um hvernig meðferð og umönnun er á hjúkrunarheimilum og því þarf ávallt að skoða hvert viðfangsefni fyrir sig og kanna hverjar ástæðurnar eru fyrir því að ákveðin vísbending kemur fram. Á fámennum hjúkrunarheimilum þarf fáa íbúa til þess að gæðavísir uppfylli ekki viðmið. Hvert hjúkrunarheimili veitir frekari upplýsingar um starfsemi sína.
InterRAI- gæðavísar eru reiknaðir þrisvar á ári og eru tímabilin mars (1. mars – 31. maí) júní (1. júní – 31. okt.) og nóvember (1. nóv – 29. feb). Mælaborðið verður uppfært eftir hvert matstímabil.
Nánari upplýsingar veitir
Ólöf Elsa Björnsdóttir
hjúkrunar- og lýðheilsufræðingurSvið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu