13. september 2023
13. september 2023
Fréttabréf september 2023
Fréttabréf Stafræns Íslands september 2023.
Miðasala hafin á Tengjum ríkið
Tengjum ríkið er árleg ráðstefna Stafræns Íslands þar sem stafræn framtíð hins opinbera er umfjöllunarefnið.
Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Stafrænt samfélag og skiptist í undirflokkana Stafræn forysta, Stafrænt Ísland og Stafrænt öryggi. Ráðstefnan í ár er haldin í samstarfi við fund Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem Ísland fer með formennsku.
Ráðherrar Norðurlandanna og Eystrarsaltsríkjanna koma saman og ræða stafrænt samstarf og forystu svæðisins. Sérstakur gestur verður Clare Martorana en hún stýrir upplýsingatæknimálum í Hvíta húsinu fyrir hönd Bandaríkjaforseta. Eftir kaffihlé flytja fulltrúar hverrar þjóðar Norðurlandaráðs erindi um stafræn forgangsmál næstu ára ásamt því að deila sögum á árangursríkum verkefnum.
Kjarnaþjónustur Stafræns Íslands og þróun þeirra verður megin þema í Kaldalóni að loknu kaffihléi. Þar verður farið yfir hvað er í boði fyrir stofnanir, praktísk atriði um innleiðingu og virkni.
Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á Ísland.is.
Ráðstefnan fer fram þann 22.september frá 12.30-17 bæði í Hörpu og í streymi.
Miðasala er hafin en miðaverð er 4.900 kr. og á jafnt við um miða í sal sem og í streymi. Athugið að takmarkaður fjöldi miða er í boði fyrir þá sem vilja sitja erindi sem fara fram í Kaldalóni.
100 þúsund umsóknir gegnum Ísland.is
Umsóknarkerfi Ísland.is náði þeim áfanga nú í ágúst að fara yfir 100 þúsund umsóknir á árinu en vöxtinn má sjá á myndinni hér fyrir ofan.
Fjöldi umsóknanna er vísbending um ánægju notenda með að geta sótt um stafrænt og þar með minnkað pappírsnotkun og sparað sér sporin til stofnana. Dæmi um umsóknir eru stafrænt ökunám, umsókn um ES kort, umsókn um fæðingarorlof og svo mætti lengi telja. Í hverjum mánuði bætast við stafrænar umsóknir á Ísland.is og má því búast við áframhaldandi aukningu á notkun umsóknarkerfis Ísland.is.
Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands
Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að öflugum og reynslumiklum aðila til að leiða stafræna umbreytingu ríkisins. Viðkomandi mun gegna lykilhlutverki í þróun og frekari mótun stafrænnar þjónustu hins opinbera.
Umsóknarfrestur rann út 18. september.
Velkominn Óli
Ólafur Ingþórsson hefur gengið til liðs við Stafrænt Ísland en hann kemur til okkar frá Origo. Ólafur mun leggja áherslu á skýjavegferð Ísland.is sem skýjarekstrar- og öryggisstjóri. Við bjóðum Óla hjartanlega velkominn í hópinn.
Velkomið Starfatorg
Að undanförnu hefur verið unnið að flutningi starfatorgsins á Ísland.is með það að markmiði að stíga enn frekari skref í að bæta upplýsingagjöf og stafræna þjónustu hins opinbera gagnvart almenningi.
Velkomin GEV
Fjöldi stofnana sér hag sinn í að sameina krafta opinberra aðila á Ísland.is. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála er nýjasti meðlimur Ísland.is samfélagsins.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála
Kílómetrastaða bíla
Upplýsingar um kílómetrastöða ökutækis er ný þjónusta sem er að finna á Mínum síðum Ísland.is og í Ísland.is appinu. Upplýsingarnar berast með vefþjónustu beint úr grunnkerfum Samgöngustofu.
Aukið meðlag
Vorum að gefa út beiðni um aukið meðlag. Þetta er hluti af stafvæðingu á öllum ferlum sem snúa að Fjölskyldumálum hjá Sýslumönnum.
Meðal verkefna Stafræns Íslands:
Ákvörðun um skipti dánarbús
Birting á réttindum til P-korts í Ísland.is appi og Mínum síðum
Eigendaskipti vinnuvéla og tækja
Endurnýjun ökuréttinda
Ísland.is app - fjármál
Mínar síður: Fjármál, hreyfingar á tímabilinu
Mínar síður: Heilsugæsla og tannlæknar ítrun
Mínar síður: Hugverkaréttindin mín
Mínar síður: Námsyfirlit úr INNU
Mínar síður: Starfsleyfi heilbrigðisstarfsfólks
Rafræn erfðafjárskýrsla
Mínar síður: Upplýsingar um lyfjakaup og lyfjaskírteini
Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna
Samráðsgátt - uppfært notendaviðmót
Staðfesting stafrænna ökuskírteina hjá Vínbúðunum
Stafrænt veiðikort
Tilkynning um vinnuslys
Umsón um dvalarleyfi
Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun
Umsókn um ellilífeyri
Umsókn um fæðingarorlof: Varanlegt fóstur og dvalarstyrkur
Umsókn um háskóla
Umsókn um ríkisborgararétt ítrun
Umsókn um sannvottun
Umsókn um vegabréf
Umsókn um ökuritakort
Upplýsingavefur um háskólanám á Íslandi
Vefur Náttúruhamfaratrygginga á Ísland.is
Vefur Réttindagæslu fyrir fatlað fólk á Ísland.is
Vefur Samgöngustofu á Ísland.is
Vefur Tryggingastofnunar á Ísland.is
Vefur Vinnueftirlitsins á Ísland.is