Fara beint í efnið

13. október 2023

Fréttabréf október 2023

Fréttabréf Stafræns Íslands október 2023.

eGov2023

Ísland í 4. sæti meðal Evrópuríkja! 

Ísland er í fjórða sæti í árlegri könnun meðal Evrópuríkja á stafrænni, opinberri þjónustu (eGovernment Benchmark) en síðustu árin hefur Ísland hækkað hratt á listanum. Staðsetning á erlendum listum er vísbending um að stafræn þróun sé á réttri leið á Íslandi og í takti við aðrar þjóðir. Mikilvægast er þó fylgni ánægju notenda með stafræna þjónustu, en von er á niðurstöðum úr ánægjukönnun á næstu vikum. 

Ísland var í 11. sæti í könnuninni árið 2020, 7. sæti árið 2021 og 4. sæti í fyrra og í ár.

Í efstu þremur sætunum eru Malta, Eistland og Lúxemborg, en næst á eftir Íslandi koma Finnland, Holland, Litháen og Danmörk. Könnunin er ítarleg og tóku 35 Evrópuríki þátt í henni. Hún byggist m.a. á upplifun notenda, en Evrópusambandið hefur sett það markmið að bæta notendaupplifun og stafræna þjónustu hins opinbera. Einkunnagjöf í könnuninni (eGovernment Benchmark) byggist á fjórum meginflokkum - notendamiðaðri þjónustu, gagnsæi, kjarnaþjónustum og þjónustu þvert á landamæri.

Nánar um eGovernment Benchmark 2023


Stafræn umsókn um vegabréf 

Sýslumenn og Þjóðskrá hafa nú opnað fyrir sjálfvirkar forskráningar og greiðslu fyrir vegabréfsumsóknir á Ísland.is. Þetta kemur til með að stytta og einfalda umsóknarferli vegna vegabréfa til muna auk þess sem forsjáraðilar þurfa ekki að mæta báðir á staðinn til að sækja um vegabréf fyrir barn.

Vegabréf, umsókn og upplýsingar


Þjónustusíða Útlendingastofnunar á Ísland.is

Útlendingastofnun hefur opnað sérstaka þjónusíðu á Ísland.is þar þar sem safnað er saman helstu fyrirspurnum til stofnunarinnar. Markmiðið er að styðja við notendur í upplýsingaöflun.

Þjónustusíða Útlendingastofnunar


Velkomnar Geislavarnir ríkisins

Enn bætist í hóp stofnana sem hafa flutt vefsvæði sín á Ísland.is og styrkja þannig eigin innviði sem og Ísland.is samfélagið. Stofnanir í Ísland.is samfélaginu telja nú 21.

Geislavarnir ríkisins á Ísland.is


Nýtt útlit á Mínum síðum Ísland.is

Mínar síður Ísland.is hafa þróast umtalsvert undanfarin misseri. Í framhaldi af ítarlegum notendaprófunum er nú búið að uppfæra útlitið til að koma til móts við fjölbreyttan hóp notenda.

Mínar síður Ísland.is


Stafrænt Ísland umfjöllunarefni hjá AWS  

Nýlega kom AWS Institute til landins og gerði þrjú myndbönd um verkefni Stafræns Ísland. Nú hefur bæst við umfjöllun um stafræna vegferð Íslands.

Stafrænt Ísland hjá AWS


Stafrænt Ísland kemur víða við

sambandid_radstefna

Andri Heiðar framkvæmdastjóri og Ragnhildur vörustjóri tóku þátt í ráðstefnu Sambandi íslenskra sveitafélaga sem bar yfirskriftina  Stafræn sveitafélög: Samstarf er lykillinn. Í panel Andra var umræðuefnið var um samstarf sveitafélags og ríkis. Ragnhildur fór yfir Stafræna pósthólfið í sínum panel, virkni þess, innleiðingu og heilt yfir mikilvægi fyrir sveitafélög.

Skjámynd 2023-10-16 093042

Hrefna Lind þróunar- og tæknistjóri hélt erindi á morgunverðarfundi AWS - Crayon um skýjavegferð Ísland.is. Lesa nánar um viðburðinn.

Skjámynd 2023-10-16 093051

Gunnar Ingi vörustjóri hélt til Parísar á fund með frönsku ríkisstjórninni ásamt stórum hópi samstarfs teyma Stafræns Íslands og kynnti þar verkefni Stafræns Íslands. Fransk/íslenska viðskiptaráðið stóð fyrir viðburðinum. 

Skjámynd 2023-10-16 093102

Vigdís markaðsstjóri tók þátt í tveimur panelum á ráðstefnu í Ottawa í boði kanadísku ríkisstjórnarinnar, ásamt alþjóðlegum fundi stafrænna leiðtoga. Umræðuefnin snéru að þjálfun í stafrænni færni annars vegar og aðgengi notenda ásamt innleiðingu hins vegar. Lesa nánar um viðburðinn.


Meðal verkefna Stafræns Íslands

  • Ákvörðun um skipti dánarbús

  • Birting á réttindum til P-korts í Ísland.is appi og Mínum síðum

  • Eigendaskipti vinnuvéla og tækja

  • Endurnýjun ökuréttinda

  • Ísland.is app - fjármál

  • Lífsviðburður: Að leigja húsnæði

  • Mínar síður: Fjármál, hreyfingar á tímabilinu

  • Mínar síður: GreiðsluáætlanirTR

  • Mínar síður: Hugverkaréttindin mín

  • Mínar síður: Jarðabók bænda

  • Mínar síður: Námsyfirlit úr INNU

  • Mínar síður: Starfsleyfi sýslumanna

  • Mínar síður: Upplýsingar um lyfjakaup og lyfjaskírteini

  • Rafræn erfðafjárskýrsla

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Samráðsgátt - uppfært notendaviðmót

    Staðfesting stafrænna ökuskírteina hjá Vínbúðunum

  • Stafrænt veiðikort

  • Tilkynning um vinnuslys

  • Umsón um dvalarleyfi

  • Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun

  • Umsókn um ellilífeyri

  • Umsókn um fæðingarorlof: Varanlegt fóstur og dvalarstyrkur

  • Umsókn um háskóla

  • Umsókn um húsnæðisbætur

  • Umsókn um ríkisborgararétt ítrun

  • Umsókn um sannvottun

  • Umsókn um vegabréf

  • Umsókn um ökuritakort

  • Upplýsingavefur um háskólanám á Íslandi

  • Vefir dómstólana

  • Vefur Réttindagæslu fyrir fatlað fólk á Ísland.is

  • Vefur Ríkiskaupa

  • Vefur Ríkissaksóknara

  • Vefur Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnaskertra

  • Vefur Tryggingastofnunar á Ísland.is

    Vefur Vinnueftirlitsins á Ísland.is