20. janúar 2020
20. janúar 2020
Klínískar leiðbeiningar um meðferð fullorðinna einstaklinga með offitu komnar út
Embætti landlæknis birtir í dag á vef sínum klínískar leiðbeiningar um meðferð fullorðinna einstaklinga með offitu. Leiðbeiningarnar eru unnar af FFO, Félagi fagfólks um offitu. Höfundar þeirra eru Erla Gerður Sveinsdóttir læknir, Helga Sævarsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hildur Thors læknir.
Embætti landlæknis birtir í dag á vef sínum Klínískar leiðbeiningar um meðferð fullorðinna einstaklinga við offitu. Leiðbeiningarnar eru unnar af FFO, Félagi fagfólks um offitu. Höfundar þeirra eru Erla Gerður Sveinsdóttir læknir, Helga Sævarsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hildur Thors læknir.
Leiðbeiningarnar eru birtar í tengslum við Læknadaga, ráðstefnu Læknafélags Íslands, þar sem m.a. er sérstaklega fjallað um offitu og sykursýki 2.
Vinnuhópurinn þakkar öllum þeim fjölmörgu sem gáfu álit sitt leiðbeiningum. Komu þar að læknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, næringarfræðingar og hreyfistjórar innan heilsugæslunnar, Landspítala, Reykjalundar og Heilsuborgar. Skurðlæknar Landspítalans fóru yfir og staðfærðu kaflann um efnaskiptaskurðaðgerðir og fá góðar þakkir fyrir. Sérstakar þakkir fyrir yfirlestur og álitsgjöf fá fulltrúar frá Evrópsku sjúklingasamtökunum og Líkamsvirðingu.
Sjá einnig staðsetningu undir Klínískar leiðbeiningar.
Sjá einnig Næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2.