Klínískar leiðbeiningar (clinical guidelines) eru leiðbeiningar (ekki fyrirmæli) um verklag, unnar á kerfisbundinn hátt, til stuðnings starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og almenningi við ákvarðanatöku við tilteknar aðstæður. Þær taka mið af bestu þekkingu á hverjum tíma og eru lagðar fram í því skyni að veita sem besta meðferð með sem minnstri áhættu án óhóflegs kostnaðar.
Klínískar leiðbeiningar
Leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð ADHD. Útgefið maí 2023
Embætti landlæknis gaf út leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð ADHD árið 2012 og styttri útgáfu árið 2014. Leiðbeiningarnar voruuppfærðar og gefnar út að nýju í maí 2023.
Uppfærslan hefur að mestu verið í höndum Gísla Baldurssonar sérfræðings í barna- og unglingageðlækningum, Guðlaugar Þorsteinsdóttur sérfræðings í geðlækningum, Hauks Örvars Pálmasonar, sérfræðings í klínískri taugasálfræði, Kristínar Fjólu Reynisdóttur, sérnámslæknis í barna- og unglingageðlækningum og Unnar Jakobsdóttur Smára sálfræðings. Fleiri hafa lagt hönd á plóg í þessu verkefni.
Við vinnslu leiðbeininganna var tekið mið af bestu þekkingu samkvæmt vísindagreinum auk viðurkenndra leiðbeininga frá öðrum löndum. Að miklu leyti var stuðst við breskar leiðbeiningar frá NICE (National Institute for Health and Care Excellence, 2018). Enn fremur var stuðst við leiðbeiningar frá Svíþjóð, Þýskalandi og Kanada.
Bráðaofnæmiskast. Útgefið maí 2018
Ofnæmi er algengt og segja má að allir læknar geti þurft að meta sjúklinga með ofnæmiseinkenni. Í flestum tilvikum er ofnæmi ekki lífshættulegt en ef um bráðaofnæmiskast er að ræða fylgir því sannarlega lífshætta. Til að staðla greiningar á bráðaofnæmiskasti voru gefnar út samræmdar leiðbeiningar World Allergy Organization árið 2011 og uppfærðar árið 2015. Leiðbeiningar þessar voru staðfestar af nánast öllum landsfélögum ofnæmislækna sem starfandi eru og eru aðgengilegar á vef World Allergy Organization.
Leiðbeiningar World Allergy Organization voru þýddar og staðfærðar til notkunar á Íslandi í samvinnu Félags bráðalækna og Félags ofnæmis- og ónæmislækna.
Nokkuð var rætt í starfshópnum hvernig þýða skyldi heitið "anaphylaxis" yfir á íslensku. Oft hefur verið rætt um bráðaofnæmislost en það skapar ákveðin vandamál því að lostástand er skilgreint í tengslum við önnur bráð vandamál svo sem blæðingarlost, sýkingarlost eða hjartabilunarlost og felur í sér lífshættulega skerðingu á blóðflæði til líffæra. Í ljósi þess að sjúklingur getur verið með "anaphylaxis" án þess að vera í lostástandi var því ekki talið rétt að nota hugtakið bráðaofnæmislost sem jafngildi hugtaksins anaphylaxis. Sem þýðingu á orðinu anaphylaxis er því lagt til að nota orðið bráðaofnæmiskast, skammstafað BOK. Ef sjúklingur er í bráðaofæmiskasti og er kominn í lost er hægt að lýsa því sem bráðaofnæmislosti.
Leiðbeiningum um bráðaofnæmiskast er skipt í tvo megin hluta, annars vegar um hvernig greina skuli bráðaofnæmiskast og hins vegar meðhöndla það. Að ofan er kynningarfyrirlestur um leiðbeiningarnar. Er honum ætlað að auðvelda kynningu og innleiðslu leiðbeininganna á heilbrigðisstofnunum um land allt. Einnig má hér nálgast leiðbeiningar til sjúklings um bráðaofnæmiskast. Er hægt að nota þær til að prenta út og afhenda sjúklingum. Einnig er hér veggspjald sem nota má við kynningar.
Hjalti Már Björnsson
Unnur Steina Björnsdóttir
María I. Gunnbjörnsdóttir
Sigurveig Þ. Sigurðardóttir
Michael V. Clausen
Björn Rúnar Lúðvíksson.
Háþrýstingur. Klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð. Útgefið september 2023
Heilabilun. Greining og meðferð. Útgefið maí 2007
Leiðbeiningar þessar eru samantekt gagnreyndra upplýsinga um meðferð heilabilunar. Ráðleggingarnar og ábendingar um góða starfshætti ná til mikilvægra þátta í greiningu og meðferð og er ætlað að stuðla að betri þjónustu við sjúklinga og aðstandendur.
SIGN hefur tekið leiðbeiningarnar af sínum vef þar sem þær voru voru frá árinu 2006 og vegna þess að í þeim kunna að vera atriði sem ekki samræmast þeirri meðferð sem er álitin við hæfi nú.
Embætti landlæknis hefur ákveðið að hafa sínar leiðbeiningar áfram en bendir á að þær beri að nota af varfærni. MMSE matstækið er hins vegar uppfærð útgáfa árið 2019.
Ný útgáfa af MMSE matstækinu
Í desember 2019 var sett inn útgáfa af MMSE matstækinu sem unnin var af hópi iðjuþjálfara í öldrunarþjónustu í samstarfi við taugasálfræðinga á Landspítala Landakoti og fleira fagfólki sem starfar við minnismóttöku Landakots. Til hliðsjónar voru notaðar leiðbeiningarnar: MMSE Mini-Mental State Examination. Clinical guide eftir Foltsein, Folstein og Fanjiang (2001), PARiConnect.
Heimildir:
Folstein, M.F., Folstein, S.E., Fanjiang, G. (2001). MMSE Mini-Mental State Examination. Clinical Guide. PARiConnect. Sótt 23.5.2017.
Folstein, M.F., Folstein, S.E., McHugh, P.R. (1975). "Mini-mental state". A practical method for grading the cognitive state of patients for the clinician. J Psychiatr Res. 12(3),189-98.
Kristinn Tómasson, Athugun á glöpum hjá öldruðum og áfengissjúklingum með auðveldu stöðluðu prófi borin saman við mat starfsfólks, Læknablaðið, 8. tbl. (15.10.1986), 72: 246-259. Sótt rafrænt.
The University of North Carolina at Chapel Hill. Mini-Mental State Exam Manual. Sótt 15.05.2018.
Leiðbeiningar frá 2007
Athygli er vakin á því að þessar leiðbeiningar voru gefnar út árið 2007 og eru þýtt ágrip leiðbeininga nr 86 (quick reference guide) sem voru gefnar út af SIGN 2006.
SIGN hefur sett viðvörun við sínar leiðbeiningar um að þær séu orðnar >7 ára gamlar og beri því að nota af varfærni og að í þeim kunni að vera atriði sem ekki samræmast þeirri meðferð sem er álitin við hæfi nú.
Stýrihópur um klínískar leiðbeiningar leggur til að vitnað sé
til leiðbeininganna á eftirfarandi hátt:
Ólafsdóttir M, Einarsson B, Hjaltason H, Einarsdóttir R, Helgason S, Gíslason Þ. Heilabilun, greining og meðferð. Klínískar leiðbeiningar. Landlæknisembætti, 2007. (Skoðað dd.mán ár). Sótt á: xxx
Upplýsingar fyrir almenning
Ítarefni
Vård av personer med demenssjukdomar. SBU (Statens beredning för medicinsk utvärdering). 2007.
Dementia: Supporting people with dementia and their carers in health and social care (NICE guideline) (November 2006-leiðbeiningar eru í endurskoðun en á síðunni eru tilvísanir í nýtt efni).
Donepezil, galantamine, rivastigmine and memantine for the treatment of Alzheimer's disease. (NICE Technology Appraisal). (TA217) (March 2011)
The treatment of dementia. MeReC bulletin. National Prescribing Centre.
Volume 18 Number 1 November 2007.Perras C, Shukla VK, Lessard C, Skidmore B, Bergman H, Gauthier S. Cholinesterase inhibitors for Alzheimer’s disease: a systematic review of randomized controlled trials [Technology report no 58]. Ottawa: Canadian Coordinating Office for Health Technology Assessment; 2005.
Kaduszkiewicz H, Zimmermann T, Beck-Bornholdt H P, van den Bussche H. Cholinesterase inhibitors for patients with Alzheimer's disease: systematic review of randomised clinical trials. BMJ 2005; 331: 321-327.
Klínískar leiðbeiningar um meðferð fullorðinna einstaklinga við offitu. Útgefið janúar 2020
Offita er flókinn sjúkdómur sem hefur marga fylgisjúkdóma, bæði líkamlega, andlega og félagslega. Orsakir offitu er flókið samspil umhverfis og erfða.
Heilbrigðisstarfsfólk ætti að vera vakandi fyrir heilsufarsáhrifum offitu og bjóða einstaklingum meðferð, stuðning og eftirfylgd samkvæmt leiðbeiningunum.
Mælt er með að meðferðin sé þverfagleg og að á öllum heilsugæslustöðvum sé starfrækt heilsueflandi teymi sem m.a. koma að meðferð offitu. Miðað er við að í slíku teymi sé læknir, hjúkrunarfræðingur, hreyfistjóri, sálfræðingur og næringarfræðingur.
Höfundar leiðbeininganna eru
Erla Gerður Sveinsdóttir læknir
Helga Sævarsdóttir hjúkrunarfræðingur
Hildur Thors læknir.
Vinnuhópurinn vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem gáfu álit sitt á þessum leiðbeiningum, annað hvort í heild eða á einstökum köflum. Komu þar að læknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, næringarfræðingar og hreyfistjórar innan heilsugæslunnar, Landspítala, Reykjalundar og Heilsuborgar.
Skurðlæknar Landspítalans fóru yfir og staðfærðu kaflann um efnaskiptaskurðaðgerðir og fá góðar þakkir fyrir.
Sérstakar þakkir fyrir yfirlestur og álitsgjöf fá fulltrúar frá Evrópsku sjúklingasamtökunum og Líkamsvirðingu.
Sortuæxli í húð: leiðbeiningar um greiningu, meðferð og eftirfylgni. Útgefið desember 2017, uppfært mars 2021.
Tilgangur þessara leiðbeininga er að fara yfir greiningu, meðferð og eftirlit hjá einstaklingum sem greinast með sortuæxli í húð. Leiðbeiningarnar ná ekki yfir sortuæxli í slímhúð og auga. Grunnur meðferðarleiðbeininganna eru erlendar meðferðarleiðbeiningar við sortuæxli í húð. Meðferðarleiðbeiningarnar eru leiðbeinandi en tryggja ekki árangursríka meðferð í öllum tilvikum. Ákvörðun um meðferð og eftirlit skal því ætíð tekin af lækni og sjúklingi í ljósi aðstæðna.
Í vinnuhópnum sem stóð að gerð leiðbeininganna voru
Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir
Gunnar Bjarni Ragnarsson
Þórir Steindór Njálsson
Ásgerður Sverrisdóttir
Agnes Smáradóttir
Leiðbeiningarnar Samantekt á klínískum leiðbeiningum fyrir súrefnisgjöf í heimahúsi: Ráðleggingar og ábendingar um góða klíníska starfshætti eru byggðar á leiðbeiningum bresku lungnalæknasamtakanna og skal líta á þær sem leiðbeinandi. Ákvörðun um meðferð og eftirlit skal ætíð taka af lækni og sjúklingi í ljósi aðstæðna.
Höfundar leiðbeininganna eru
Alda Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Bryndís Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Eyþór Hreinn Björnsson, læknir
Guðrún Magney Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, sjúkraþjálfari
Jónína Sigurgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Stella S. Kemp Hrafnkelsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Leiðbeiningar þessar verða endurskoðaðar af vinnuhópnum í ljósi nýrrar vitneskju.
Þvagfærasýkingar hjá eldra fólki utan sjúkrahúsa. Útgefið október 2023
Veggspjald: Grunar þig þvagfærasýkingu hjá íbúa hjúkrunarheimilis?
Verkferill: Flæðiskema fyrir verklag við grun um þvagfærasýkingar hjá
hrumum eldri einstaklingum.
Tengt efni:
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis