Fara beint í efnið

Sækja um leyfi fyrir flugeldasýningu

Skráning flugeldasýningar

Sækja þarf um leyfi til að halda flugeldasýningar. Ábyrgðaraðili flugeldasýningar skal sjá til þess að farið sé eftir skilyrðum og lögum. Jafnframt þarf að sækja um skoteldasýningu hjá lögreglunni.

Ef verið er að halda brennu yfir 100 rúmmetra og flugeldasýningu samhliða skal sækja um leyfi fyrir brennu. Að auki þarf fyrir allar brennur yfir 1 rúmmetra að sækja um leyfi til að brenna bálköst hjá sýslumanni.

Umsókn

Í umsókninni þarf að gera grein fyrir:

  • Ábyrgðaraðila 

  • Skotstjóra 

  • Stað, dagsetningu og tíma

  • Loftmynd af sýningarstaðnum 

  • Leyfisbréfi frá landeiganda ef við á

Skilyrði

  • Lágmarka þarf hávaða.

  • Varkárni skal höfð í nánd við svæði með ríkt fuglalíf.

  • Taka þarf tillit til veðuraðstæðna og fara að tilmælum lögreglu hvað það varðar.

  • Vakta þarf flugeldasýningu samfellt og passa upp á meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.

  • Hreinsa þarf svæðið sem flugeldasýningin fór fram og urða allan skoteldaúrgang á viðurkennda móttökustöð.

Flugeldum má ekki skjóta upp:

  • Eftir klukkan 23:00 virka daga

  • Eftir klukkan 24:00 um helgar

  • Nálægt friðlýstum svæðum eða vatnsverndarsvæðum nema með sérstöku leyfi

Kostnaður

Greiða þarf skráningargjald sem er mismunandi eftir sveitarfélögum. Heilbrigðiseftirlitið sér um innheimtu.

Skráning flugeldasýningar