Leiðbeiningar við rannsóknir á hópsýkingum sem tengjast matvælum, neysluvatni eða dýrum. Útgefið júní 2023
Viðaukar úr leiðbeiningunum:
Í lögum nr. 93/1995 um matvæli, sóttvarnalögum nr. 19/1997 og reglugerð nr. 1048/2011 um súnur eru ákvæði um hlutverk og skyldur sóttvarnalæknis, Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna þegar upp koma matarbornir sjúkdómar.
Sóttvarnalög nr. 19/1997 og reglugerð nr. 221/2012
Í sóttvarnalögum er fjallað um sjúkdóma og sjúkdómsvalda sem valdið geta farsóttum og ógnað almannaheill, svo og aðrar alvarlegar næmar sóttir. Með sjúkdómum er átt við sjúkdóma eða smitun sem smitefni, örverur eða sníkjudýr valda og einnig alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar eiturefna og geislavirkra efna. Lögin taka einnig til óvenjulegra og óvæntra atburða sem geta haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar meðal þjóða heims.
Kveðið er á í reglugerð nr. 221/2012, um skýrslugerð vegna sóttvarna, hvaða smitsjúkdómar eða sjúkdómar af völdum eiturefna og geislavirkra efna eru skráningarskyldir og hvaða sjúkdómar eru tilkynningarskyldir. Af skráningarskyldum smitsjúkdómum eru þeir sjúkdómar tilkynningarskyldir sem ógnað geta almannaheill. Sóttvarnalæknir er ábyrgur fyrir því að haldin sé smitsjúkdómaskrá, sem m.a. tekur til sjúkdóma, sjúkdómsvalda, skráin er til stuðnings í sóttvarnastarfi og við faraldsfræðirannsóknir.
Samkvæmt 5. grein sóttvarnalaga skal sóttvarnalæknir halda smitsjúkdómaskrá til að fylgjast með útbreiðslu smitsjúkdóma með öflun nákvæmra upplýsinga um greiningu þeirra frá rannsóknarstofum, sjúkrahúsum og læknum.
Í 11. gr. segir: Ráðherra skipar sérstaka samstarfsnefnd til að afla nauðsynlegra gagna og hafa yfir-umsjón með nauðsynlegum aðgerðum til að meta og uppræta smithættu eða hættu sem stafar af dýrum, matvælum, starfsemi, vatni, skolplögnum, loftræstingu eða öðru í umhverfinu sem getur dreift smitnæmum sjúkdómsvöldum, eiturefnum eða geislavirkum efnum sem ógna heilsu manna. [...] Nefndin skal gefa öllum þeim sem hafa eftirlit með dýrum, matvælum og umhverfi fyrirmæli um að grípa án tafar til allra nauðsynlegra aðgerða til að uppræta hættu af völdum smits, eiturefna eða geislavirkra efna. Að öðru leyti skal framkvæmd vera í samræmi við lög þessi og, eftir því sem við á, sérlög um einstaka eftirlitsaðila.
Samkvæmt 12. grein skal sóttvarnalæknir gera faraldsfræðilega rannsókn á uppruna smits við hóp-sýkingar eða farsóttir sem ógna heilsu manna og hefur í slíkum tilvikum heimilan aðgang að nauð-synlegum gögnum og öllum stöðum sem hann telur nauðsynlegt að skoða og getur fengið til þess aðstoð lögreglu ef með þarf.
Í 14. grein er fjallað um aðgerðir vegna hættu á útbreiðslu smits frá einstaklingum. Sóttvarnalæknir skal grípa til ráðstafana til þess að fyrirbyggja eða hefta útbreiðslu smitunar sem ógnað getur almannaheill. Með aðgerðum er átt við læknisrannsókn, einangrun hins smitaða á sjúkrahúsi og aðrar nauðsynlegar ráðstafanir.
Lög nr. 93/1995 um matvæli, 30. grein c
Matvælastofnun skal sjá um samhæfingu aðgerða samkvæmt lögum þessum þegar upp kemur bráð eða alvarleg matarsýking, matareitrun eða önnur vá svipaðs eðlis. Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga skulu þegar í stað tilkynna Matvælastofnun um slík mál og skal stofnunin að höfðu samráði við viðkomandi heilbrigðisnefnd taka ákvörðun um nauðsynlegar ráðstafanir. Starfsmenn Matvæla-stofnunar og heilbrigðisnefndir skulu jafnframt tilkynna um slík mál til viðkomandi umdæmislæknis sóttvarna og sóttvarnalæknis, sbr. 4. og 5. mgr. 4. gr. og 1. mgr. 11. gr. sóttvarnalaga, nr. 19/1997.
Reglugerð nr. 1048/2011 um vöktun súna og súnuvalda, 9. grein
Matvælastofnun skal rannsaka uppkomu matarborinna sjúkdóma m.a. í samstarfi við sóttvarnalækni og heilbrigðisnefndir sveitarfélaganna. Jafnframt skal stofnunin sjá um samhæfingu aðgerða samkvæmt reglugerð þessari þegar matarbornir sjúkdómar koma upp eða önnur vá svipaðs eðlis. Um nánara samstarf og verkaskiptingu milli Matvælastofnunar og annarra stofnana skal kveðið á í sameiginlegri viðbragðsáætlun við matarbornum sjúkdómum. Rannsóknin skal veita upplýsingar um faraldsfræðileg einkenni, hvaða matvæli er hugsanlega um að ræða og hugsanlegar orsakir. Rannsóknin skal, að svo miklu leyti sem unnt er, ná yfir fullnægjandi faraldsfræðirannsóknir og örverufræðilegar rannsóknir. Matvælastofnun skal senda yfirlitsskýrslu til Eftirlitsstofnunar EFTA um niðurstöður þeirra rannsókna sem fara fram og með þeim upplýsingum sem um getur í E-hluta III. viðauka.
Matvælastofnun
Vefsíða Matvælastofnunar
Tölvupóstfang: mast@mast.is
Tilkynningar/ábendingar
Upplýsingar um nöfn og tölvupóstföng starfsmanna
Sóttvarnalæknir og sóttvarnaumdæmi
Tölvupóstfang sóttvarnalæknis: svl@landlaeknir.is
Vaktsími/neyðarsími sóttvarnalæknis: 510 1933
Heilbrigðiseftirlitssvæði og heilbrigðiseftirlit
Upplýsingar um skiptingu heilbrigðiseftirlitsvæða á landakorti, vefsíður og símanúmer má sjá á vef samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi.
Hvað borðaðir eða drakkst þú sem þú telur að hafi orsakað veikindin?
Spyrja um meðlæti, krydd og fleira
Tókst þú eða einhver annar mynd af matnum?
Hvar og hvenær borðaðir þú?
Dagsetning og tími dagsins
Hvenær fékkstu fyrstu einkenni?
Dagsetning og tími dagsins
Hvaða einkenni ertu með eða fékkst þú?
Hvenær lauk einkennum?
Dagsetning og tími dagsins
Borðaðir þú einn eða með öðrum og þá hve mörgum?
Hvaða matvæli borðuðu aðrir?
Urðu fleiri veikir?
Fá þá upplýsingar um nöfn, kyn, aldur, síma og tölvupóstfang
Hefur þú farið á heilsugæslu eða hefur verið tekið saursýni?
Niðurstöður rannsókna?
Ef ekki, veita upplýsingar um að sýnataka geti komið til.
Eru aðrir sem þú umgengst veikir?
Börn í leikskóla?
Hvað annað hefur þú borðað?
Afla upplýsinga um neyslu fyrr um daginn og 1-2 dögum áður en viðkomandi veiktist, jafnvel einhverjum dögum áður – fer eftir einkennum og líklegu smitefni.
Hvernig var maturinn sem þú borðaðir/drakkst?
Heitur, kaldur, hrár, gegnumsoðinn, lykt
Hefur þú verið erlendis?
Ef já þá hvar og hvenær.
Eru til afgangar af þeim mat sem þú grunar að hafi valdið veikindum.
Ef já geymdu þá matinn (í kæli eða frysti) þar til síðar.
Hefur þú haft samneyti við dýr?
Tekur þú lyf og/eða hefur þú skert ónæmiskerfi?
Má veita öðrum samstarfsstofnunum upplýsingar um atriði sem varða þig og einkennin?
Ítarefni um faraldsfræðirannsóknir
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis