Ábyrgðaraðili: Embætti landlæknis
Vinnsluaðili: Embætti landlæknis
Tilgangur: Að fylgjast með ýmsum mælikvörðum sem snerta fæðingar. Að safna saman tölfræði og bera saman við önnur lönd en skráin nýtist einnig við rannsóknir. Fæðingaská tekur þátt í norrænu samstarfi.
Innihald: Tiltekin gögn um allar fæðingar á Íslandi frá og með árinu 1972.
Tímabil: Rafræn skrá frá og með 1981.
Uppruni gagna: Gögn frá öllum fæðingastöðum á landinu eru skráð í fæðingaskrá. Gögn flytjast úr skráningarkerfum heilbrigðisstofnana í fæðingaskrá með rafrænum sendingum.
Skráningaratriði: Ýmis atriði er varða meðgöngu, fæðingu, vandamál í fæðingu, inngrip og fætt barn. Skráð er m.a. fæðingarstaður og stund, meðgöngulengd, fyrri fæðingar, afbrigði fæðingar, meðferð í fæðingu, þyngd og lengd barna og sjúkdómsgreiningar móður og barns.
Breytulisti: Fæðingaskrá - breytulisti
Sambærileg eða skyld gagnasöfn: Sambærilegar skrár eru haldnar á Norðurlöndum.
Úrvinnsla og birting: Fæðingaskráin hefur gefið út ársskýrslu síðan 1995. Tiltekin tölfræði úr fæðingaskrá er birt á vef embættis landlæknis. Tölfræði úr fæðingaskrá er send í alþjóðagagnagrunna.
Saga: Skrá um fæðingar og þætti sem þeim tengjast hefur verið haldin á kvennadeild Landspítalans frá árinu 1972 samkvæmt ákvörðun landlæknis. Fram að þeim tíma hafði landlæknir safnað upplýsingum um allar fæðingar í landinu frá héraðslæknum einu sinni á ári. Á árunum 1970-1971 tók Ísland þátt í könnun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á skráningu fæðinga. Í framhaldi af þessu starfi ákvað landlæknir í samvinnu við kvennadeild Landspítalans að taka í notkun nýja fæðingatilkynningu á öllu landinu í ársbyrjun 1972. Það var gert til þess að safna ítarlegri upplýsingum en áður og samræma upplýsingaöflun við nágrannalöndin. Á sama tíma var tilhögun fæðingatilkynninga breytt með þeim hætti að í stað þess að héraðslæknar sendu landlækni árlegar upplýsingar um fæðingar þá var eintak af fæðingaskýrslu sent á kvennadeild Landspítala og átti það að gerast viku eftir fæðinguna. Fram til ársins 2021 var skráning og úrvinnsla gagna á vegum deildarinnar og úrvinnsla m.a. send landlækni, sem hefur birt gögn um fæðingar á vefsíðu sinni. Árið 2021 fluttist sú vinnsla yfir til landlæknis sem nú sér um úrvinnslu á gögnum úr fæðingaskrá.